28.08.2010 23:04

Skotist á Íslandsmót.



Þeir voru einbeittir félagarnir Jakob Sigurðsson og Alur frá Lundum enda að landa Íslandsmeistaratitli í slaktaumatölti.

Já ég smellti mér á Íslandsmót í dag og naut þess að horfa á glæsta gæðinga, enda fátt skemmtilegra. Keppnin var spennandi í öllum greinum og víða voru það ,,litlar,, kommur sem að skildu keppendur að. Jakob og Alur höfðu þó nokkra yfirburði í slaktaumatöltinu áttu frábæra sýningu og uppskáru 8,83 í einkun.
Í fjórgangi sigraði Mette Mannseth á Happadísi frá Stangarholti en þar sem að hún er ekki með íslenskan ríkiborgararétt þá getur hún ekki orðið meistari. Íslandsmeistaratitlinum hampaði því Elvar Þormarsson og gæðingurinn Þrenna frá Strandarhjáleigu en þau fóru löngu leiðina og komu upp úr B úrslitum í gær. Hreint frábær árangur hjá Þrennunni ungu.
Í fimmgangi var það Hinrik Bargason og Glymur frá Flekkudal sem að báru sigur úr bítum.
Annar varð Stefán Friðgeirsson og Dagur frá Strandarhöfði, en þeir félagar komu alla leið úr B úrslitum eins og Elvar og Þrenna. Mér finnst alltaf jafn gaman að sjá þá saman Stefán og Dag, flottir saman kallarnir.
Töltkeppnin var afar spennandi og hart var sannalega barist, oftast drengilega.
Kommur skildu fjóra efstu keppendur að en sigurvegarar urðu Viðar Ingólfsson og Tumi frá Stóra-Hofi. Fast á hæla honum komu þeir Sigurbjörn Bárðarson með Jarl frá Miðfossum og Jakob Sigurðsson og Árborg frá Miðey með 8,42 í einkun. Í fjórða sæti var Sigurður Sigurðarson og Kjarnorka frá Kálfholti með 8,41.
Ég var að flestu leiti sátt við úrslitin en verð þó að játa að ég hefði viljað sjá Jakob Sigurðsson og glæsihryssuna Árborgu frá Miðey sigra í töltinu.

Til hamingju flottu knapar og hestar með góðan árangur í dag.