02.11.2010 14:30

Tryggðarannáll



Á þessari mynd er Tryggð með son sinn Andra sem fæddur árið 2010.

Fréttir eru ekki alltaf skemmtilegar því miður en það er einmitt svoleiðis frétt sem að ég ætla að deila með ykkur núna.
Síðasta laugardag snögg veiktist hryssan mín hún Tryggð og þrátt fyrir að fljótt hafi verið brugðist við og allt gert til að bjarga henni tókst það ekki. Tryggð var önnur hryssan sem að fárveikist svona hjá okkur í haust en hryssan Bráðlát sem veiktist fyrst hresstist og hefur nú náð góðri heilsu. Ég verð að játa að hér á heimilinu er að verða mikið stress í gangi þar sem að eftirlitið hefur verið mjög gott og allt gert til að fyrirbyggja hrakfarir.
En svona er bara veruleikinn í dag góðir hesteigendur eins gott að halda vöku sinni.
Það var skrítin tilviljun að þegar ég kom heim frá reglubundnu eftirliti í folaldshryssuhópinn sl. föstudag var það í fyrsta sinn í langan tíma sem mér fannst allt vera í besta lagi.



Þessi skemmtilega mynd var tekin í vor þegar hryssurnar voru reknar heim og snyrtar.
Hrefna Rós frænka mín að fá lánaða mjúka lokka hjá Tryggð sem tók því með jafnaðargeði sem að var hennar helsta einkenni.



Hér eru ,,tryggir,, vinir og mæðgin Tryggð með son sinn og Hágangs frá Narfastöðum Trygg.



Fáséð frá Hallkelsstaðahlíð er dóttir Tryggðar og Baugs frá Víðinesi hún kom inn fyrir stuttu og er nú byrjuð í tamningu.

Tryggð var fædd árið 1994 undan Tign minni frá Meðafelli og Kjarval frá Sauðárkróki.

Afkvæmi Tryggðar eru: Vetur sonur Hlyns frá Lambastöðum, Flakkari sonur Nasa frá Lambastöðum, Ragna dóttir Arðs frá Brautarholti, Viðja dóttir Faxa frá Hóli, Fáséð dóttir Baugs frá Víðinesi, Tryggur sonur Hágangs frá Narfastöðum og Andri sonur Hlyns frá Lambastöðum sem sagt albróðir Veturs.

Já mörg er búmanns raunin en svona er lífið og við verðum að taka því.