07.11.2010 23:01

Kátur minn og ýmislegt fleira



Þarna er hann Kátur, alltaf svo sjarmerandi auga sem kemur frá henni Karúnu minni.



Þarna er Kátur með vini sínum úr Borgarnesi.



Tómas á Kistufelli  skilaði folunum í ljómandi standi alveg hægt að mæla með góðri þjónustu þar á bæ.
Og ekki var nú amalegt að fá sér göngutúr í Lundareykjadalnum þegar folarnir voru sóttir, algjör blíða.

Í dag komu þrír synir Hersveins frá Lækjarbotnum í tamningu, fjallmyndarlegir og spennandi folar þar á ferð. Það er alltaf svo gaman að fá hross í tamningu undan hrossum sem að við höfum ekki kynnst áður.

Í gær byrjuðu feðgarnir að klippa féð og er þó nokkur fjöldi kominn með ,,haustlínuna,,
Já það er eins gott að tolla í tískunni jafnvel þó maður sé bara rolla.

Fyrir stuttu fór einn kynbótahrútur frá okkur það var mókollóttur garpur sem að hlaut nafnið Lokkur Hlíðar frá Hallkelsstðahlíð. Til lukku með kappann Benni og Sigga.
Vonandi verður hann sér og sínum til sóma á nýjum slóðum.



Þá eru það þessar gömlu..................



Og þá er komið að gamla bæ dagsins hvar stóð þessi bær í Kolbeinsstaðahreppi???