30.01.2011 14:08

Folaldasýning í Söðulsholti.



Svona veður var boðið uppá í Hlíðinni í gær, sannarlega ekkert hestakerrufæri og því fórum við folaldslaus á folaldasýninguna í Söðulsholti.



Á sýningunni voru margir flottir gripir þarna er t.d Faxi frá Borgarnesi sonur Döggva frá Ytri-Bægisá. Eigandinn Þorgeir Ólafsson en Ísólfur bróðir hans er þarna á myndinni.



Hér er Lárus Hannesson kennari með meiru sennilega að kenna þeim bleika að lesa, góð leturstærð á Bónuspokanum.



Gunnar og Sigríður á Hjarðarfelli komu með nokkur afar athyggliverð folöld á sýninguna.



Föngulegur hópur hestamanna var mættur á sýninguna þessir strákar eru flestir úr Ólafsvík.
En ég saknaði Högna Bærings úr Stykkishólmi sem að alltaf hefur mætt á þessar sýningar.



Í lokin var svo kosið folald sýningarinnar af áhorfendum, sannarlega erfitt verkefni þar sem úrvalið var mikið.
Á myndinni er Auðunn bóndi á Rauðkolsstöðum í þungum þönkum, ætli hann hafi kosið rétt????



Þarna er Söðulsholtsbóndinn með krakkana sína sem hjálpuðu afa að taka við verðlaununum.

Frábær dagur í Söðulsholti, ég tók slatta af myndum sem að ég smelli inná síðuna við fyrsta tækifæri. Eins ætla ég að segja ykkur hvaða gripir mér eru efstir í huga eftir sýninguna. Hef vonandi tíma í kvöld.