12.04.2011 22:57

Sparisjóðsdömur hittast



Eldhressar dömur úr gamla góða Sparisjóðssaumaklúbbnum hittast í Hraunholtum.

Já það var skemmtileg kvöldstund sem að við áttum saman síðast liðinn fimmtudag enda bara örstutt síðan síðast..................
Þegar ég flutti aftur í sveitina hætti ég í saumaklúbbnum góða sem við nokkrar samstarfskonur úr Sparisjóði Mýrasýslu stofnuðum árið 1987 .
Þrátt fyrir gott samband hafði ég ekki mætt í alvöru klúbb til þeirra síðan ég hætti en á fimmtudaginn komst ég svo sannarlega að því að ekkert hafði breyst þegar þessi hópur kom saman.
Það var spjallað, hlegið og haft gaman alveg eins og fyrir 20 árum síðan og ekki hafði veitingunum farið aftur.
Eins og þið sjáið höfum við ekkert elst að ráði en kannske eru myndgæðin bara ekkert sérstök............samt skrítið hvað við eigum orðið fullorðin börn ?
En kannske fara börnin bara stundum framúr foreldrunum ?

Takk fyrir frábæra kvöldstund stelpur.