20.09.2011 22:58

Örréttafréttir.

Kindur, kindur og aftur kindur.........................

Réttirnar voru skemmtilegar frábært veður, margt fé og heill hópur af góðu fólki sem að hjálpaði okkur ómetanlega.
Takk fyrir elskurnar þetta var snildin ein eins og við var að búast.

Ég hef sett inn nokkur hundruð myndir í tveimur albúmum hér á síðunni.
Fleiri myndir bætast við á næstu dögum m.a skemmtilegar myndir af sveitungunum sem að voru teknar í Mýrdalsrétt í dag.

Ég ætla að  segja ykkur nánari fréttir úr réttunum þegar verkefnum fækkar, af mörgu er að taka............t.d

Verslun og viðskipti......... nýjustu fréttir úr viðskiptahorninu..............sauðfjársala........... málverkamálið mikla.............fjallasögur................fjallasöngur........og margt fleira.

Nokkrar hagnýtar upplýsingar:

Héðan fóru 495 lömb í dag svo að nú getið þið ráðið í vigt og flokkun á næstu dögum með því að fylgjast með hvernig liggur á húsfreyjunni.

Þegar lömbin voru vigtuð á fæti voru þau á bilinu 23-60 kg.

Ókunnugt fé sem að keyrt hefur verið héðan úr Hlíðinni síðustu vikuna var 618 stykki.

Nóg í bili meira síðar.