29.09.2011 18:04

Hvanneyrarheimsókn.



Við fengum heldur betur góða heimsókn frá Hvanneyri hingað til okkar í Hlíðina.
Þarna voru á ferðinni nemendur á 1 og 2 ári í búfræði við skólann með kennurum sínum.



Föngulegur hópur sem að bætist vonandi í bændastéttina sem allra fyrst.
Gaman að hitta krakkana sem að komu vítt og breytt af landinu.



Kennararnir voru kátir og ánægðir með sitt fólk.



Þarna eru krakkarnir að kynna sig hvert fyrir öðru og fyrir okkur sem að var frábært framtak hjá kennurunum, því þá gat ég áttað mig á mörgum andlitum sem ég þóttist þekkja.
En ykkur að segja svona alveg í trúnaði þá komst ég að því að ég er komin á ,,einhvern aldur,, því ég þekkti miklu fleiri foreldra, ömmur og afa en krakkana.
Ég fer líka aldrei á Kollubar.



Þegar nemendurnir kynntu sig sögðu þau okkur hvernig búsetu og búfjáreign þeirra væri háttað. Það var afar fróðleg upptalning og ýmislegt sem að þau töldu sig eiga sem að verðmæti væri í svo sem sauðfé, kýr, hross og jafnvel Geirmund Valtýrsson.



Mummi var ekki heima þegar að hópurinn kom svo að hann verður bara að taka upp þráðinn á kynningarmálunum og viðskiptahorninu næst þegar hann mætir á Kollubarinn.
Spurning hvort hann selur þá Honduna........???



Þessi strákur sá um aksturinn á hópnum eins og mörgum hópum í gengum tíðina.
Þau voru líka ófá árin sem að hann keyrði lömbin okkar í sláturhús og kom þá gjarnan í kaffi.
Alltaf gaman að sjá þennan hressa og káta kappa.

Já þetta voru skemmtilegir gestir, takk fyrir komuna flottu búfræðingar það var gaman að fá ykkur í heimsókn hingað í Hlíðina.