02.10.2011 20:31

Ósréttin var í dag.



Baksvipur vaskra Kolhreppninga...............

Ósréttin var í dag og veðrið sem boðið var uppá vorblíða, lognrigning með 13 stiga hita svona alveg eins og við vildum hafa í júní.



Réttir eru góðar til að spjalla og blanda geði..........þarna eru Flosi og Kristín bændur á Emmubergi að ræða málin við Sveinbjörn.



Margir af Skógarstrandarbændum voru mættir í réttirnar enda réttir sannkallaðar hátíðir fyrr og síðar. Þarna eru bændur m.a frá Breiðabólsstað og Ósi mættir í réttina.



Þarna er bóndinn í Litla-Langadal að segja eitthvað skemmtilegt.......nú eða fara að stjórna söng.......hver veit? 
Allavega er gaman þarna hjá honum, Bíldhólshjónum og Haukabrekkubóndanum.

Það voru margar réttir um helgina auk Ósréttar voru Þverárrétt, Hólmarétt, Hítardalsrétt og örugglega margar fleiri. Við fengum nokkurn reiting úr þessum réttum en heimtur lagast sennilega ekki fyrr en um næstu helgi þegar smalað verður til annarar réttar hér hjá okkur og nágrönnunum.

Nú koma frumtamningatryppin hvert af öðru svo að það fer aftur að lifna yfir hesthúsinu.
Í dag komu fimm trippi sem að byrja sitt nám á næstu dögum, bara spennandi að sjá hvað verður úr þeim.