31.10.2011 22:57

Námskeiðsnjósnir.



Um helgina var Mummi með frumtamninganámskeið í Söðulsholti, þangað mætti góður hópur af áhugsömum hestamönnum. Hver nemandi kom með tvö tryppi með sér til að vinna með á námskeiðinu. Námskeiðið stóð frá kl 9.00 - 18.00 laugardag og sunnudag en síðan koma þau aftur saman eftir tvær vikur og halda áfram með tryppin sín. Þarna er hluti hópsins að skoða hrossin hvert hjá öðru og undirbúa fyrsta tímann.
Ég kom við með smá snarl fyrir hópinn og laumaðist einn hring með myndavélina, vona að ekki verði sett lögbann á mig.



Það var létt yfir mannskapnum eins og sjá má á þessari mynd.



Það var þétt setinn bekkurinn en námskeiðið var þannig upp sett að allir fylgdust með og gátu þannig séð aðferðir með mismunandi hestgerðum.



Laus í hringgerði..................myndgæðin ekki sérstök en samt................



Svo var það snarlið ekki er nú vit að vera að brasa mikið svangur í svona stússi.



Og alveg nauðsynlegt að spjalla svona á milli atriða.



Aðstaðan í Söðulsholti er svo frábær að það er næstum hægt að leggja sig eftir matinn.

Veðrið heldur áfram að vera með leiðindi og í dag var það  rok, slidda og hitastigið heldur lágt sem boðið var uppá. Á svona dögum er bara fínt að sinna bókhaldi og inniverkum.
Engin rólegheit á næstunni en meira um það síðar.................