21.02.2012 23:08

Gamalt og nýtt



Húsfreyjan og Tign frá Meðalfelli móðir hans Stolts litla, myndin er tekin fyrir ,,stuttu,, síðan.

Varð að deila með ykkur hláturskasti kvöldsins en ég er í óðaönn að skanna gamlar myndir. Sumar eru birtingahæfar aðrar ekki, eins og þið sjáið eru sumar hreint alveg á gráu svæði.
Á næstunni ætla ég svo að smella inn nokkrum gömlum góðum myndum sem teknar hafa verið við hin ýmsu tilefni.

Annars er bara allt gott að frétta héðan úr Hlíðinni og allt gengur sinn vana gang nema kannske veðrið sem við nennum ekkert að ræða.
Í gær voru það bollurnar en í dag að sjálfsögðu saltkjöt og baunir að hætti hússins.
Já já ég var bara nokkuð húsmóðurleg þegar saltkjötið og baunasúpan kraumaði í stóra pottinum.



Og svona fyrst ég var að renna yfir gamlar myndir þá fann ég líka þess hér, Astrid og Ansu skemmta sér við uppvaskið. En Salómon svarti horfir ábyrgum augum á mig og skilur ekkert í þessum hlátri hjá þeim vinkonunum...........uppvaks er ekkert grín það veit hann.
En vel á minnst Astrid er að fara í smalapróf á morgun norður á Hólum, svo við hérna í Hlíðinni sendum henni okkar bestu strauma með von um gott gengi í prófinu.
Já og Ansu fær líka kveðju til Finnlands...........sjáumst á Landsmóti í sumar.



Þessi voru já og eru nú sæt, þessar elskur Gróa Björg, Anna Gréta og Jóhann.

Já það finnast margar góðar í þykku möppunum skal ég segja ykkur og ég er rétt að byrja.