03.03.2012 21:54

Burtreið og kerlingatuð......



Þetta er myndin ,,Baksvipur,, nú eða ,,Burtreiðin,,

Já ,já ég er alltaf að hugsa um hversu gaman er að ríða fjörurnar í góðum hópi.
Þegar ég skoða myndasafnið mitt og leita að myndum til að setja inn með blogginu þá eru myndirnar frá fjöruferðunum alltaf ofarlega á listanum.
En fjöruferðir bíða þar til í sumar nema náttúrulega ég finni einhvern í fjöru............

Það var vor í Hlíðinni í dag og frábært útreiðaveður sem að var vel nýtt hjá aðal tamningamanninum. Við hin fylgdum góðri heiðurskonu síðasta spölinn.

Síðustu vikur hefur sauðfjárbóndinn í mér rokið stundum upp í hressilegu stresskasti sem oftast hefur endað með ærlegu húsfreyjutuði af bestu gerð. (VERSTU)
Áhyggjurnar hafa verið margvíslegar..........
Ég hef verið sannfærð um að það verði kalt og vont vor með frosti fram í júní.
Ég hef verið örugg um að verða heylaus og því til staðfestingar mistalið rúllurnar margoft.
Ég hef séð fyrir mér að rollurnar væru geldar og ófrjósamar, gelmingarnir geldir og númerin færu bara í 750. Þessu til staðfestingar hefur mig dreymt gemlingana í hoppum og leik en rollurnar allar blámerktar.
Ég var líka sannfærð um að heyin væru svo lélega að þegar kæmi að því að taka snoðið af þá mundu kindurnar líta þannig út að ég yrði að hætta að taka á móti gestum.
Ýmislegt fleira sá ég fyrir mér sem ekki verður tíundað hér en verð þó að hugga sjálfan mig í það minnsta..........
Það er búið að klippa 70 kindur og þið eruð hjartanlega velkomin í heimsókn, vonandi verður allt hitt líka í rétta átt.
Gott vor, nóg af heyjum, frjósemi og fjör þegar líða fer á verturinn............
Já þessar kellingar geta heldur betur tekið rokur...........og óþarfa stressköst.