26.09.2012 12:20

Réttarfjörið f.r.h



Þar sem húsfreyjan hefur enn ekki náð öllum áttum eftir réttarfjörið er bara best að halda áfram með myndasöguna úr réttunum.

Þarna eru Astrid og Mummi að byrja fyrstu laglínurnar............



Ungdómurinn var öflugur í söngnum eins og vera ber.



Og fleiri bættust í hópinn.........



Þessar sætu Garðabæjardömur skemmtu sér vel hvort sem var í söngnum eða réttinni.



Þarna eru aðal selskapsdömurnar Erla Guðný, Sigfríð og Rebekka.



Og fleiri selskapsdömur Hildur og Þóra.



Þarna erum við komin á sunnudaginn, sjálfan réttar og kjötsúpudaginn.

Ég fékk skemmtilega heimsókn norðan úr Skagafirði en hann Jói á Reykjarhóli var mættur í morgunsárið.
Þarna erum við Jói með hann Rík minn sem að hann ræktaði og hefur alla tíð verið minn uppáhalds reiðhestur.
Gaman að fá svona hressan og skemmtilegan næstum níræðan strák í heimsókn.



Þegar við Jói hittumst þá tökum við alltaf eins og eina skál honum Rík mínum til heiðurs.



Kjötsúpan var góð eins og venjulega, þarna eru Astrid, Tóta og Kolbeinn yfir Mýrdalsréttarökumaður að gæða sér á súpunni.



Þessar skvísur voru hressar að vanda Fríða María og Þóranna.



Þarna er hann Jonni umkringdur af meðlimum ,,bleikudeildarinnar,,



Þessir voru líka hressir Mummi, Þórður og Jói á Reykjarhóli.
Þeir hafa pottþétt verið að rífja upp eitthvað skemmtilegt úr Skagafirðinum.



Það var þröngt á þingi í eldhúsinu þarna eru Fransisko, Dúna, Svandís, Rebekka og Stella yfirkokkur.




Þessar voru liðtækar innandyra Gulla, Lóa og Sirrý.




Alltaf hress og kátur þessi :)



Eldhúsæði..................



Þarna eru mæðgurnar mamma og Hrafnhildur systir og Sirrý stendur hjá og brosir.



Eldhressi ungdómurinn.



Erla og Kristín Rut að ganntast við Ragnar eftir kjötsúpuátið mikla.



Jón gefur tóninn ............ og Skúli tekur undir.......
,,Lýsa geislar um grundir, glóir engi og tún,,



Kaffikonurnar að kanna birðirnar, mamma og Lóa.



Iyad og Mummi að ræða málin.



Það er líka ,,rómó,, í réttunum, þessi sætu hjón stilltu sér upp á tröppunum. Tommi og Tóta.



Þessi var duglegur í réttunum og ekki að sjá að þetta væru hans fyrstu réttir.
Þarna er hann með hrút undan honum Grábotna.



Klár fyrir næstu kind.



Kokkurinn við kapisuna..............nei nei kokkurinn í gæða eftirliti í réttunum.



Yfirdyravörðurinn Þóranna brosmild að vanda.



Sæta skvían Fríða María frænka mín.