03.10.2012 21:59

Kát með Kát



Kátur frá Hallkelsstaðahlíð sonur Karúnar og Auðs frá Lundum.

Í dag var brunað uppí Lundareykjadal að sækja hann Kát minn en hann hefur verið í girðingu hjá honum Tomma á Kistufelli. Nú tekur alvara lífsins við hjá Káti sem er að byrja í tamningu.
Við Kátur vorum aðeins búin að ,,ræða,, málin og voru nokkuð sammála um að hann væri geðgóður eins og eigandinn.
Hahaha .....eða þannig en sennilega er Sparisjóður bróðir hans samt geðbetri en við bæði.
En að öllu gamni slepptu þá er Kátur bara venjulegt tryppi sem spennandi er að byrja með og sjá hvað býr í. Mummi og hann fara að bera saman bækur sínar og vonandi semur þeim vel.

Það var frekar haustlegt hér í Hlíðinni þegar komið var á fætur í morgun, allt grátt alveg niður á tún. Já það er víst kominn október svo þetta á nú svo sem ekkert að koma á óvart.

Tryppin sem hér eru í frumtamningu eru oftast inni þar sem svona kalsi fer ekki vel í sveitt hross. Ég er gamaldags og kann ekki við og hef ekki verið alin upp við að sleppa sveittum hrossum út í kalda nótt.

Smávegis var litið til kinda í dag eins og flesta daga og verður gert meira af því næstu daga.
Enda stefnt á sónarskoðun á mánudaginn.

Næstu fréttir verða sennilega eitthvað kindalegar því nú er kella að spáí að fara í verslunarferð.........og vitið þið hvað???? Ekki föt, ekki varalitur, heldur .......?