11.03.2013 22:36

Í þá gömlu góðu daga........



Í þá gömlu góðu daga gæti þessi mynd heitið nú eða bláa gengið í skóginum.
Mér finnst samt ekki svo langt síðan hún var tekin og þó ?? 
Myndin er tekin á síðustu öld, fyrir hjálmamenningu og áður en softsell og skóbuxur tröllriðu öllu fatavali hestamanna.
Tilefnið er ræktunarbússýning okkar í Hlíðinni árið 1992 á Fjórðungsmóti sem haldið var á Kaldármelum.

Talið frá vinnstri:
Neisti undan Leisti frá Álftagerði og Jörp frá Hallkelsstaðahlí, knapi Björn Þorsteinsson.
Jarpur undan Fáfni frá Fagranesi og Jörp frá Hallkelsstaðahlíð, knapi húsfreyjan sjálf.
Máni undan Grána og Jörp frá Hallkelsstaðahlíð, knapi Óskar Sverrisson.
Ágústa undan Otri frá Sauðárkróki og L-Stjörnu frá Hallkelsstaðahlíð, knapi Skúli Skúlason.
Lyfting undan Grána og Sótu frá Hallkelsstaðahlíð, knapi Ragnar Hallsson.
Bliki undan Fáfni frá Fagranesi og Bliku fra Hallkelsstaðahlíð, knapi Ragnar Alfreðsson.

Gaman að svona myndum sem láta mann rifja upp skemmtilega tíma.

Á eftir bylnum sem okkur var boðið uppá um daginn komu góðir dagar með blíðu og notalegheitum. Mikið riðið út og veðrið nýtt til hins ýtrasta enda nokkuð stór hópur á járnum. Ákafinn við að ríða út er svo mikill þessa dagana að sunnudagshryggurinn var borðaður hér á bæ kl 21.30 á mánudagskvöldi.
Eins gott að heimilisfólkið tekur þessu ofurskipulagi húsfreyjunnar með mikilli ró, vita kannske sem er að hún er miklu skárri ef hún fær að ,,ganga úti,, þegar vel viðrar.
Góðir dagar í sveitinni hressa bæta og kæta, rétt eins og Opalið.

Við erum svo heppin að hafa tvær dömur með okkur heimafólkinu núna til að hjálpa okkur í stússinu, það er hún Becký okkar og vinkona hennar hún Fransý.
Hláturmildar dömur sem víla ekki fyrir sér hlutina :)

Nú eru endurmenntunarnámskeið gæðinga og íþróttadómara frá þetta árið allavega hjá okkur hérna megin á landinu. Við Mummi brunuðum í bæinn þegar upprifjun íþróttadómara var haldinn fyrir nokkrum vikum og síðan fór ég suður á sunnudaginn á gæðingadómaraupprifjunina. 
Alltaf gaman að hitta mannskapinn á þessum árlegu samhæfinganámskeiðum,  spá og spekúlera í dómstörfum og reiðmennsku.