24.01.2014 22:27

Þorrinn, boltinn og allt hitt



Isss hér var svindlað á bóndadagsveislunni og í staðinn fyrir súrmat, hákarl og herlegheit var bara skellt í pizzu. Mun þægilegra að grípa sér sneið af þessu en slást við þorramat yfir spennandi handboltaleik.
 En allt stendur þetta til bóta og innan skamms verður eitthvað af ,,gömlum,, mat á boðstólnum. Veitir ekki af að æfa sig aðeins fyrir þorrablót, já það er ekki nóg að æfa bara sporin fyrir Geirmundarsveifluna.

Annars var mikil spenna þegar danir voru að keppa við króata í kvöld enda átti Danmörk hér fulltrúa sem fylgdist með sínum mönnum...........



Þessi dama var samt bara still og róleg svona miðað við spennuna í leiknum...........



Og var að sjálfsögðu heldur betur ánægð þegar danirnir unnu leikinn. Það verður eitthvað fjör á sunnudaginn þegar úrslitaleikurinn fer fram.



Svona var hinsvegar ein þegar spennan var í hámarki og danirnir að vinna okkar menn fyrir nokkrum árum.



Þetta hefur sennilega verið stemmingin á Hólum í kvöld eða verður allavega á sunnudaginn.
Bara gaman af ,,brjáluðum,, dönum ;)

Flest þjálfunar og tamningahrossin fóru í rekstur í dag enda var veðrið svo margbreytilegt að það var til vandræða. Það var boðið uppá næstum allar tegundir nema sól, eiginlega alveg nóg á einum og sama deginum.

Á morgun verður brunað í bæinn því þá er komið að árlegri  endurmenntun hjá hestaíþróttadómurum. Bara spennandi að hitta skemmtilegt hestafólk.