20.02.2014 09:59

Sýnikennsla Hólanema á Miðfossum



Reiðkennaraefni frá Hólaskóla voru með skemmtilega  sýnikennslu á Miðfossum í gær.
Við brunuðu að sjálfsögðu þangað því eitt af reiðkennaraefnunum var hún Astrid okkar.
Þarna er hún á honum Fannari frá Hallkelsstaðahlíð.

Já þetta voru þau Astrid Skou Buhl í Hallkelsstaðahlíð (Danmörku) Bjarki Þór Gunnarsson, Borgarnesi og Johanna Schulz frá Þýskalandi sem hefur starfað m.a í Borgarfirði.
Þannig að það mátti segja að þau væru öll á heimavelli.
Góð mæting var á viðburðinn en rúmlega 70 manns mættu á Miðfossa.

Sýnikennslan hófst með smá fyrirlestri um þjálfunarstigann góða en þau útskýrðu í sameiningu nokkur atriði sem þau svo sýndu okkur í reið.
Það er ekki létt verk að koma fram í fyrstu skiptin jafnvel fyrir framan vini og kunningja.
Þau fóru yfir mismunandi atriði og lögðu hvert um sig áherslu á það sem þau eru að vinna í núna. Það var gaman að sjá hvað þau voru einbeitt og mettnaðarfull.
Ólíkir hestar og knapar sem fóru létt með að leiða áhorfendur með sér í gegnum verkefnin.
Verkefnin voru öll tengd við og útskýrð útfrá myndræna fyrirlestrinum í byrjun kvöldsins.

Krakkarnir stóðu sig mjög vel og voru sjálfum sér og skólanum til sóma.




Þarna er hann Bjarki Þór með hestinn sinn en hér er hann að útskýra eitthvað mikilvægt.



Jóhanna með hestinn sinn Yl frá Blönduhlíð, hún er þarna að svara spurningum frá fróðleiksfúsum áhorfendum.



................... og Astrid að svara og útskýra, Fannar lætur sér fátt um finnast og treystir á að knapinn sé þokkalega lesinn.



Hér er nú samt eins og Fannar hafi ákveðið að taka til máls, allavega tekur hann undir það sem Astrid er að segja. Eins gott þau séu sammála........



Þarna glittir í tvo sem eru reynslunni ríkari þegar kemur að hestafræðum Guðlaugur Antonsson f.v hrossaræktarráðunautur og rektorinn Ágúst Sigurðsson.
Ágúst var duglegur að koma með spurningar láta krakkana spreyta sig.



Og það var greinilega bara gaman að takast á við það............já hestamennska á að vera skemmtileg.



Þau voru kát og skemmtileg krakkarnir og það er ekki svo lítils virði þegar miðla á þekkingu.
Það hlýtur að vera eins með nemendurna eins og hestana þeim verður að líða vel og vera óhræddir við leiðtogann ???  Spenna og hræðsla í burtu og árangurinn lætur ekki á sér standa.




Fátt er mikilvægara en gott bakland þegar verkefnin eru ögrandi, þessi komu að fylgjast með krökkunum. Bjarki hefur nú örugglega verð sáttur með það, foreldrarnir og amman.




Hér er Johanna að útskýra sveigjanleika hestsins og notar til þess pískinn. Sniðug steplan :)



Kaffihléin voru vel nýtt til þess að spjalla og taka stöðuna, hér er Finnur með orðið.



Hressar dömur frá Hvanneyri.



Ekki voru þessi minna hress en þarna eru Bjarni, Helga Björk og Dúddý sem öll komu brunandi úr Borgarnesi.



Góð kvöldstund með krökkum sem lögðu sig fram um að fræða á faglegan og skemmtilegan hátt. Hlakka til að fylgjast með þeim á næstunni, þau eiga bara bjarta framtíð fyrir sér.
Takk fyrir þið eruð flott.