29.12.2014 21:56

Alvöru vetur.

 

Það getur verið fallegt í tunglsljósinu og ekki skrítið að álfarnir vilji dansa.

Þessi mynd er tekin eitt kvöldið þegar tunglið lýsti allt upp og snjórinn hjálpaði til við að gera enn bjartara.

Svo var skreytt með norðurljósum þegar á leið en þolinmæði ljósmyndarans dugði ekki til að mynda þau.

Annars hefur verið alvöru vetur í okkar Guðdómlega Hnappadal síðast liðnar vikurnar. Það eru komin þó nokkur ár síðan það hefur þurft að moka snjó frá öllum húsum dag eftir dag. Þegar þannig viðrar er tímaferkt að setja inn rúllur og gefa útigangi.

Nú er hinsvegar komin asa hláka og smá von til að mestu svellin fari. Ég var samt að vona að þjappaði snjórinn yrði bara áfram til að gefa birtu og svo er það svo frábært reiðfæri. En rokið það má alveg fara í frí.

 

 

Hún Caroline fór í jólafrí en áður en hún fór var konungurinn Salómon að sjálfsögðu knúsaður.

Þarna stilla þau sér upp, annað þeirra er mun brosmildara en hitt.

 

 

Þessi sjarmur kann lagið á vinkonum sínum, þarna er hann með henni Marie.

 

 

Eins og sönnum snyrtipinna sæmir bíður Salómon hér eftir jólabaðinu.

Já sumir fara í sturtu aðrir bara í ,,pottinn,,

Það vantar reyndar einn kaldan á kanntinn hjá honum svona til að toppa pottferðina eins og hjá hinum köllunum.

 

 

Ég ætlaði að fara einn góðan veður dag og smella nýjum myndum af folöldunum og stóðinu en það hefur ekki enn hafst af.

Þarna er ein mynd sem tekin var í haust þegar hryssurnar komu heim í hausthagana. Sú rauðblesótta heitir Kveikja og er undan Stimpli frá Vatni og Þríhellu, sá jarpi er Hallkell undan Hersi frá Lambanesi og Kolskör, sá skjóttir er Lokkur undan Ölni frá Akranesi og Létt.

 

 

Lokkur, Hallkell, Gletta undan Gosa og Bliku, Útséð sú gráa er undan Sólon frá Skáney og Sjaldséð.

Á bak við er svo Auðséð og Sjaldséð.

Ég er búin að eignast nokkrar ,,séðar,, Fáséð, Sjaldséð, Auðséð og Útséð. Á nokkrar hugmyndir eftir í seríunni.

 

 

Systurnar Andvaka og Auðséð voru ekki samvinnuþýðar þegar ég var að reyna stilla þeim upp.

Nærmyndir voru mikið uppáhalds hjá þeim en vonandi tekst að ná af þeim mynd við tækifæri.

Andvaka sú brúna er undan Ölni frá Akranesi, Auðséð undan Sporði frá Bergi og báðar eru þær undan Karúnu minni.

 

 

Samkomulagið var nokkuð gott þegar steinefnafatan var sett til þeirra.

Sjaldséð, Auðséð og Hniðja allar í hollustunni. Það er mikið svona áramóta er það ekki ????

 

 

Þessi mynd er svona heimildamynd þegar folaldshryssurnar eða stóðið er rekið á milli hólfa.

Karún alltaf fyrst og hefur stjórn á öllum flotanum, hvað með það þó hún sé orðin 20 +

Sumir bera bara aldurinn vel.

 

 

Flottir bossar komnir á sinn stað, gott að kroppa en allt stóðið var komið á fulla gjöf í byrjun desember.

 

Framundan eru mörg og tíð blogg með nýjustu fréttum krydduð með fullt af myndum.

M.a fréttir af fjárheimtum, tamningum (bæði hesta og hunda) jólafjöri og margt, margt fleira.

Verið nú dugleg að ,,like,, síðuna hjá mér það er ákveðinn þrýstingur á kellu að standa sig í fréttafluttningi.

Góðar stundir.