27.09.2015 21:40

Hér var stuð.

 

Við höldum í þann góða sið að gera okkur glaða kvöldstund í miðju réttarfjörinu.

Eins og sjá má er stór hljómsveit sem leggur línurnar og teymir mannskapinn í söngunum.

 

 

Tilþrifin eru góð og gítarleikurum fjölgar á hverju ári, hvar endar þetta ???

 

 

 

Söngheftin góðu sem gefin voru út í tilefni af hálfrar aldar húsfreyju nýttust vel.

Og verða að duga næstu hálfa öld að minnsta kosti.

 

 

Undirbúningur fyrir næsta föðurættarhitting fór að sjálfsögðu fram þetta kvöld.

Einkar henntugt að nota samkvæmið til góðra verka.

 

 

Já það er ekki nóg með að gítarleikurum fjölgi ár frá ári nú bættist við munnharpa sem aldeilis gerði það gott.

 

 

,,Kokkurinn við kabyssuna stóð,,

Ó nei hann sló á létta strengi og útúr því kom að sjálfsögðu Erla góða Erla.

 

 

Þessir fyrirmyndar krakkar voru skemmtileg bæði í réttum og partýi.

Rétt máttu vera að því að líta upp fyrir myndatöku.

 

 

Gréta frænka mín kom alla leið frá Noregi til að vera með okkur í réttunum.

Ég ætla rétt að vona að hún komi aftur næst og næst og næstu réttir.

 

 

Æi þetta eru nú góðir kallar, alveg svona uppáhalds annar frændi hin smali.

 

 

Já það er alltaf gaman hjá okkur Jóa föðurbróður mínum þegar við hittumst.

 

 

Þessi tvö er skemmtileg og höfðu eftirminnileg skóskipti fyrir nokkrum árum.

Frændi minn fór heim á háum hælaskóm (rauðum) númer 36 en hún sat uppi með gúmískó númer 43.

Hvað marrr getur nú ruglast aðeins................

 

 

Þessir voru hressir ný komnir úr leit í Eyjahreppi (vesturbakkanum).

Haukatungubóndanum þótti öruggara að vera áfram eitthvað lengur í smalavestinu.

 

 

Eins og sjá má getur verið stembið að stunda samkvæmislífið en þá er bara að fá sér lúr.

Þetta er klárlega partý mynd ársins hér í Hlíðinni.

 

Frábær kvöldstund með skemmtilegu fólki sem vaknaði allt eldhresst og tók til við réttarstörfin daginn efir.

Eins gott því dagsverkið þá var að raga og vigta, smala og keyra. Já það er stuð í réttunum.