31.05.2016 12:13

Já sumarið.

 

Sumarið er tíminn.............

Þessi var alsæl með grænu grösin og hafði sýnilega ekki miklar áhyggjur af snjónum í fjöllunum.

Það höfum við ekki heldur enda er hann nauðsynlegur til að viðhalda góðum skilyrðum bæði í vatnsbúskapnum og gróðurfarinu.

Nú eru bara rétt rúmlega 20 kindur eftir að bera og unnið að því hörðum höndum að marka út og klára sauðburðarstúss.

Það verður kærkomið að kasta kveðju á síðustu kindina um leið og hún fer í gegnum hliði og uppí fjall. Hvenær sem það nú verður.

 

 

Allir voru í sátt og samlyndi að njóta vorsins en Karún mín lætur bíða eftir sér og er ekki ennþá köstuð.

 

 

Litla Snekkjudóttirin sem hefur stillt sér upp í tíma og ótíma var ekki í nokkru stuði til módelstarfa.

Mig grunar að hún vilji ekki myndatökur fyrr en eigandinn hefur fundið á hana gott nafn.

 

 

Sendi mér samt eitt gott blíkk um leið og hún losnaði við mig og myndavélina.

 

 

Við hér í Hlíðinni kunnum alveg að meta blíðuna.

 

 

Svartkolla á draum......................eða kannski drauma.

 

 

.........................um girðingalaust tún.

 

 

Rollan í fjörunni.........................

 

 

Að lokum eru hér myndir sem að ég tók kl 4 í nótt rétt áður en ég fór að sofa.

Þarna er sólin að byrja skína á fjallatoppana hjá nágrönnum okkar í Eyjahreppnum.

 

 

Sólin var líka byrjuð að skína í Hellisdalinn og á Tindadalina.

 

 

Allt var svo kyrrt og hljótt, dásamlegur tími vorið.

Mikið væri gott að þurfa ekkert að sofa á þessum árstíma.