03.03.2017 23:53

Einn enn öskudagsbróðirinn.

 

 

Sólin kemur upp hér í Hlíðinni kl 9.33 og þá yfir Klifshálsinum.

Þessi mynd er hinsvegar tekin út um hlöðudyrnar nokkru síðar.

Já veðrið er svo gott að maður hugsar bara í sól og blíðu.

Það var eins og undanfarna daga logn, sól og blíða frábært útreiðaveður.

Okkur bættist liðsauki í dag við útreiðarnar og voru við því fimm að ríða út þegar best lét.

Enda eins gott þar sem við brunuðum í Borgarnes undir kvöld til að fylgjast með 5 gangi í Vestulandsdeildinni.

Skemmtilegt mót með verðskulduðum sigurvegara og spennandi keppni.

 

 

Nú fer vonandi að styttast í að við fáum fósturtalningamanninn í fjárhúsin til að segja okkur við hverju við megum búast.

Golsa er byrjuð að bíða eins og ég en sennilega hefur hún mun minni áhyggjur af niðurstöðunni en húsfreyjan.

Við vorum snemma þetta árið að taka af snoðið en því var lokið 12 febrúar.

Alltaf spenna sem fylgir þessari talningu og smá kvíðahútur gerir vart við sig eftir hremmingar sem hafa dunið hér yfir.