20.08.2017 23:48

Það eru að koma réttir.................

 

Tíminn flýgur og ég veit að leitir og réttir eru handan við hornið.

Það er því ekki seinna vænna að smella hér inn mikilvægum upplýsingum fyrir fjörið.

Eins gott að allir dásamlegu vinir okkar viti tímanlega við hverju er að búast.

 

Nánar um það hér.

Miðvikudagur 13 september smalað inní Hlíð og útá Hlíð.

Fimmtudagur 14 september smalað á Oddastöðum.

Föstudagur 15 september aðalsmalamennskan okkar hér í Hlíðinni. Smalað Hlíðar og Hafurstaðaland.

Laugardagur 16 september Vörðufellsrétt.

Sunnudagur 17 september rekið inn hér í Hlíðinni, dregið í sundur, vigtað og ókunnugt fé keyrt í safngirðinguna við Mýrdalsrétt.

Við byrjum að reka inn kl.9.00 að sjálfsögðu er fjallreiðasunnudagskjötsúpa á matseðlinum.

Mánudagur 18 september sláturlömb rekin inn og allt gert klárt fyrir ferðalagið í ,,grænu hagana hinu megin,,

Þriðjudagur 19 september sláturlömb sótt og Mýrdalsrétt.

 

Eins og þið sjáið er líf og fjör framundan hér í Hlíðinni.

Þrátt fyrir harðæri og hremmingar í sauðfjárræktinni skulum við njóta lífins og hafa gaman í réttunum eins og alltaf.

Sauðkindin er dásamleg og hún er svo sannarlega ekki vandamálið það er annara..............

Við hlökku til að hitta ykkur.

Bændur og búalið í Hallkelsstaðahlíð.