07.05.2019 22:12

Apríl var fínn og það verður maí líka............enda er hann kominn.

 

Þetta brosmilda lið stillti sér upp fyrir mig á dögunum þegar ég var orðin vonlaus um sigra á sviði ljósmynda.

Já það er ekki andskotalaust að ná viðunandi myndum af hrossum á ferð en þessi stóðu kyrr svo það auðveldaði málið.

Margir góðir og ánægjulegir dagar með skemmtilegum reiðtúrum og frábærum félagskap.

 

 

Hún Sína okkar er komin aftur en þarna er hún með henni Krögu bestu vinkonu sinni.

 

 

 

Hún Carolína okkar kom í páskafríinu sínu og stoppaði hjá okkur í hálfan mánuð.

Frábært að fá þessa yndislegu dömu í heimsókn.

Þarna er hún á uppáhaldinu sínu honum Darra.

Takk fyrir komuna Carolina alltaf svo gaman að fá þig í heimsókn.

 

 

Litli sauðfjárbóndinn mætti líka í páksaheimsókn til að taka út búsakpinn.

Já og hitta sjarnatröllið Vökustaur.

 

 

Þessar stelpur voru hressar enda ærið tilefni til þar sem að ein af þeim fagnaði 88 ára afmæli hér í sveitinni.

Iss það er nú ekkert mál að vera 89, 88 og 84 ára enda prjóna þær eins og enginn sé morgundagurinn.

Já og gera sko margt fleira.

 

 

En krakkar hann er kominn..................sko sauðburðurinn.

Hér á bæ áttu fyrstu kindur tal þann 9 maí en voru þetta árið bráðlátar.

Sauðburður hófst af ,,krafti,, þann 5 maí með því að átta stykki tvílemdir gemlingar báru.

Ég er mjög ánægð með þetta fyrirkomulag hjá þeim og get varla beðið eftir enn meiri blíðu til að smella þeim út í græna grasið.

Nú er kominn tími til að girða sig í brók, bretta upp ermar og taka á móti hátt í þúsund lömbum.

Þetta verður eitthvað.....................