04.01.2021 21:13

Og jólin breytast.

 

Við hér í Hlíðinni óskum ykkur gleðilegs árs með kæru þakklæti fyrir það liðna.

Jólahátíðin fór vel með okkur og var einkar ljúf en öðruvísi en venjulega. Það vantaði fleira fólk.

Fyrst skal nú nefna að hér í Hlíðinni hafa móðursystkini mín haldið jólin hátíðleg frá því 1927.

Nú var sem sagt breyting þar á og sú kynslóð fjærri góðu gamni og hélt jólin annars staðar.

Covid gerði það að verkum að bæði Sveinbjörn og Lóa héldu sín jól á Brákarhlíð í Borgarnesi.

Einar móðurbróðir minn sem var elstur 12 systkina og fæddur árið 1927 hélt alltaf sín jól hér.

Það gerðu líka þau systkini sem hér bjuggu um lengri eða skemmri tíma en þau voru fædd frá árinu 1927 til 1945.

Þannig að þessi jól voru öðruvísi og heldur færri sem settust við matarborðið að þessu sinni.

Já tímarnir breytast og mennirnir víst líka með.

Á myndinni hér fyrir ofan eru þau systkinin Lóa og Sveinbjörn saman á Brákarhlíð.

Þau voru hress og bara kát þó svo að þau hefðu viljað komast heim í gamla húsið.

Hún á að baki 90 jól og nærri öll haldin í Hlíðinni og Sveinbjörn 80 sem öll hafa verið haldin þar.

 

 

Okkar lukka var hinsvegar að fá að hafa þessi hér með okkur um jólin.

Litli grallarinn var hress og kátur enda kom mikið af bílum og traktorum úr pökkunum.

 

 

Á jólunum er tíminn til að slaka á og hafa það gott í sófanum, þessi þarna voru bara slök.

Ég er ánægð með að myndin af Snotru minni laumaði sér í sófann líka.

Listakonan Sigríður Ævarsdóttir málaði myndina af Snotru og gerði það líka svona lista vel.

Ef að ykkur vantar málverk þá er hún Sigga klárlega að gera góða hluti.

 

 

Þessi fékk að opna einn pakka svona í ,,forrétt" og viti menn það var þessi fíni Claas.

 

 

Sjónvarpsdagskráin var held ég bara fín um jólin...................

Veit ekki hvort að þessir tveir voru að horfa á barnatímann eða veðurfréttirnar.

Eitthvað var það allavega spennandi sem að þeir sáu.

 

 

Þessi vörpulegi jólasveinn er handverk Mumma þegar að hann var á sama aldri og Atli Lárus.

Hann var unninn við eldhúsborðið hjá henni Ingu sem var dagmamma Mumma í æsku.

Síðan var hann jólagjöf til okkar foreldranna árið 1987, hefur verið vel geymdur en mætir þó í vinnuna á hverju ári.

Klárlega dýrsta jólaskrautið á bænum. Unnin af alúð og mettnaði.

Jólatréð er hinsvegar jólagjöfin hans Atla Lárusar til foreldranna og unnið af nákvæmlega sömu alúðinni.

Nú er bara að vita hvort það stendur af sér 33 jólahátíðir í fullri vinnu.

 

Já, jólin eru okkar það er alveg klárt.