14.07.2015 22:13
Sumarið er tíminn.
|
||||||||||||
Einn sólbjartan dag í sumar fengum við hér í Hlíðinni góða gesti frá Danmörku. M.a nemendur sem verið hafa á reiðnamskeiðum hjá Mumma.
|
13.07.2015 11:33
Erfið kveðjustund.
Elsku hjartans Salómon kvaddi okkur þann 2 júlí eftir rúmlega 16 ára samveru.
Átakanlega erfitt að kveðja þennan gleðigjafa sem með stórbrotnum persónuleika hefur glatt okkur ómetanlega.
Ég ætla ekki að reyna að segja ykkur hvað hans verður sárt saknað.
Salómon var einstakur snillingur sem í mínum huga enginn getur toppað.
Ekkert var betra en dúnamjúkt kisaknús.
Nú er bara að þerra tárin og njóta þess að rifja upp alla þá gleði sem þessi elska veitti okkur.
Lúinn kisi leggst til hvílu á fallegan stað hér í Hlíðinni en andinn fylgir okkur alla tíð.
Takk fyrir allt elsku Salli sæti.
Hér á síðunni verður honum gert hátt undir höfði og minningu hans haldið vel á lofti.
Nú stendur yfir mikil myndasöfnun af kappanum og verða þær myndir notaðar þegar við á.
24.06.2015 22:09
Folaldafréttir
|
||||||||||
Þessi flotta hryssa vakti mikla lukku þegar hún kom í heiminn, hún er undan Sjaldséð og Loka frá Selfossi. Liturinn er flottur en á eftir að breytast í grátt þegar fram líða stundir. Hryssan hefur ekki enn hlotið nafn en það stendur til bóta.
|
08.06.2015 22:29
Vorið er komið...............
|
||||||||
Vorið kom í gær þann 7 júní og ekki orð um það meir. Eða...................ef að þið efist þá var rok og rigning í allan dag svo þetta er staðreynd. Já vorið er komið og grundirnar gróa.........enda kominn tími til. Það var orðið full einfallt mál að telja stráin og því var það kærkomið að sjá græna litinn breiðast út eftir rigninguna. Örfáar kindur eru eftir óbornar en þó nokkuð er enn eftir af fé inni. Það er ekki einfallt mál að sleppa mörg hundruð lambám út á tún þegar gróður er lítill og láta allt ganga upp. Annars hefur sauðburðurinn gengið vel að öllu leiti nema hvað gras og hita varðar. Verð þó að segja að þessi sauðburður hefur verið nokkuð strembinn þar sem hann fór skart af stað og því varð allt pláss fljótt uppurið. Við erum svo gamaldags að við látum helst ekki út fyrr en atlætið er orðið nokkuð sæmilegt. Það krafðist mikillar vinnu og vökutíma þetta vorið að halda öllu í standi. Það er því alveg hægt að skrifa allar auka hrukkur, grá hár og styrt skap á brasið. En sauðburður er samt eitt það skemmtilegasta sem til er.
|
27.05.2015 19:06
Sitt lítið...............
Sauðburðurinn hefur gengið vel en það sama er ekki að segja um grassprettuna. Hitastigið er ekki eins og best verður á kosið jafnvel niður undir frostmark á nóttunni og úrkoman ísköld eftir því. Ekki gaman að marka út undir þeim kringumstæðum enda er mikill fjöldi ennþá inni. Óbornar eru komnar niður undir 50 og stór hluti af þeim gemlingar.
|
18.05.2015 19:04
Það sem léttir lund og snjórinn í fjöllunum.
Þessi hryssa kemur mér alltaf í gott skap, það er sama hvort ég er í reiðtúr nú eða bara að skoða mynd af henni. Já Gangskör mín er uppáhalds hjá húsfreyjunni. Á myndinni eru Gangskör og Mummi að leika sér í Búðardal. Snillingurinn hann Toni tók myndina, takk fyrir afnotin af myndinni. Það veitir ekki af að ylja sér við eitthvað notalegt og láta sig dreynma um sól, blíðu og gras. Síðast liðna nótt var kuldalegt og úrkoman var krap en þegar stytti upp var hitastigið ansi nálægt frostmarkinu. Enn er beðið með að setja lambfé út en þrengslin eru orðin þannig að nú er ekki undankomu auðið. Burðurinn gengur jafnt og þétt sennilega eru u.þ.b 240 óbornar.
|
16.05.2015 13:37
Í fréttum er þetta helst......
|
||||||||||||||||
Hamingjan er hér gæti þessi mynd heitið en þarna er hún Kristín Rut að burðast með litla flekku. Sauðburðurinn byrjaði með stæl og hélt mannskapnum alveg við efnið. Þegar hvað líflegast var báru 86 á sólarhring og þann næsta urðu þær 72. Það er einum of þegar ekkert var hægt að setja út og plássið ja svona næstum ekkert. En allt tókst þetta ljómandi vel með hjálp okkar góða fólks eins og svo oft áður. Ég þori varla að segja það en sauðburðurinn hefur gengið vel og ánægjulega fyrir sig. Nú er bara að telja stráin og bíða eftir því að geta farið að marka út.
|
30.04.2015 21:31
Og meira svona afmælis
|
||||||||||||||||||||||||
Þessi voru í aðal partýhorninu.
|
28.04.2015 21:37
Fimmtug og orðlaus............
|
||||||||||||||||||||||
Kæru vinir hvað get ég sagt ? Jú, takk fyrir að gera fimmtugsafmælið mitt algjörlega ógleymanlegt. Ég hafði miklar væntingar fyrir kvöldið en ég er 100 % ánægðari en mig nokkurn tímann dreymdi um. Þið eruð dásamleg og ég er ykkur óendanlega þakklát. Kærar þakkir fyrir komuna, kveðjurnar, stórkostlegar gjafir og bara fyrir það að eiga ykkur að. Dásamlegt. Það er efni í margar bloggfærslur að tíunda það sem fram fór en til að byrja með ætla ég að smella inn nokkrum myndum.
|
25.04.2015 11:57
Það verður fjör.................
|
Þá er komið að því. Þar sem húsfreyjan er oðrin hálfrar aldar gömul er ekki seinna vænna að fagna því. Af því tilefni verður fagnað í Félagsheimilinu Lindartungu í kvöd 25 apríl kl 19.00 Léttar veitingar, stuð og stemming. Óvæntar uppákomur og algjörlega fyrirséðar í bland. Þeir sem vilja fagna með frúnni eru hjartanlega velkomnir. Kæru vinir hlakka til að sjá ykkur. Sigrún |
22.04.2015 22:31
Hálfnuð í hundrað.
|
Dásamlegar minningar frá samverunni á herbergi 315 í Laugargerðisskóla. F.v Helga frá Heggstöðum sem ber ábyrgð á þessari mynd, Sigríður Jóna í Hraunholtum, húsfreyjan fimmtuga í Hallkelsstaðahlíð og Arnfríður frá Breiðabólsstað á Skógarströnd. Þegar þetta er skrifað hefur húsfreyjan verið hálfraraldar gömul í svona fimm tíma eða svo. Kom í heiminn átta mínútur fyrir sex á sumardaginn fyrsta sagði mamma mér í gær. Skrítin tilfinning að vera komin á sextugsaldurinn en þó svo yndisleg og ekki öllum gefið. Dagurinn var góður eins og flestir mínir dagar. Salómon svarti vakti mig með söng sem sennilega var ekki afmælissöngurinn heldur nett skipun um að koma mér fram úr sem fyrst. Það var svo algjör tilviljun að honum langði í mat einmitt á þessum tíma. Sól skein í heiði hér í Hlíðinni og fuglarnir sungu tónverk af bestu gerð. Deginum var svo vel varið við bústörf og önnur verk sem telst til forréttinda að fá að framkvæma. Yfirsnúningur er eftirlæti afmælisbarnsins en með meiri reynslu af lífinu er kannske rétt að velja sér annað uppáhald. Þegar dásemdar íslenska lambakjötsins var notið hafið klukkan tifað óhóflega og nálgaðist óðum níu. Ef að tíminn flýgur þá er gaman, munið það kæru vinir. Dagurinn var kryddaðu með nokkrum tugum af skemmtilegum símtölum sem innihéldu árnaðaróskir í tilefni dagsins. En þegar ég settist við tölvuna og sá að hátt í fimmhundruð manns höfðu gefið sér tíma til að senda mér línu................þá fékk ég bara sand í augun. Nú er næsta verkefni að lesa allar þessar fallegu kveðjur. Þetta eru kveðjur úr nokkrum heimsálfum. Kveðjur frá vinnufólkinu mínu, frændfólki, vinum og meira að segja nokkrar frá hestunum mínum. Skemmtilegir húmoristar fá að njóta sín og einn vinnumaðurinn var sennilega að díla um launahækkun því hann óskaði mér til hamingju með 30 árin. Þetta er dásamlega gaman sennilega væri rétt að verða oftar fimmtug. Þann 25 apríl ætla ég svo að fagna þessum áfanga í Félagsheimilinu Lindartungu kl 19.00 Léttar veitingar, stuð og stemming. Þeim sem langar að fagna með mér og eiga góða kvöldstund eru hjartanlega velkomnir. Njótið lífsins kæru vinir, lífið er núna. |
06.04.2015 22:57
Afmælis og páskastúss
|
Hefðarkötturinn og sálgæsluherrann Salómon svarti fagnaði 16 ára afmæli sínu þann 4 apríl. Af því tilefni smellti húsfreyjan inn nokkrum vel völdum myndum á fésbókina. Þar tók Salómon á móti miklum fjölda ,,læka,, og heillaóska enda eru árin orðin 112 ef hann væri maður. Salómon er vel ern og gengur enn til allra nauðsynlegar verka svo sem músaveiða, villikatta slagsmála og eftirlitsferða. Að ógleymdum sálgæslustörfum sem farast honum einstaklega vel. Eins og þið getið séð eru tvö veiðihár orðin grá, já hann tollir í sjarmatískunni þessi. Er ekki annars ,,inn,, að vera með grátt skegg í dag ?? Á afmælisdaginn voru að sjálfsögðu kjúklingabringur, kjötbollur í mikilli sósu og rjómi á matseðlinum. Jú krakkar þetta er alveg eðlilegt hann er jú hefðarköttur í fullri vinnu. Ætli næsta afmælisbarn á heimilinu fái eins margar afmæliskveðjur ???
Mummi flaug til Ameríku fyrir nokkru og er þar að heimsækja Gosa vin okkar frá Lambastöðum. Hann sendi mér mynd á fésbókinni sem sýndi sólbrenndan gaur í sumarblíðu. Ég sendi til baka mynd af gegndrepa kellu sem þurfti ekkert að vesenast með sólarvörn. Heppin hún ..................nú eða hann ? Gosi er hress og kátur enda á frábærum stað með góðu fólki. Það er svo gaman að fylgjast með hestunum sem komnir eru á nýjar slóðir og gera gott. Mig grunar að Mummi komi með sumarið þegar hann kemur heim. Páskarnir voru ljúfir hér í Hlíðinni, gestagangur, veisluhöld í því efra og hestastúss við hæfi. Já ég brunaði í Sprettshöllina og dæmdi töltkeppni þeirra ,, Allra sterkustu,, góð kvöldstund með góðu fólki og frábærum hestum. Ég hef nokkrum sinnum dæmt þessi mót en sennilega hafa þau aldrei verið svona sterk. Þvílík veisla og svo er það Stóðhestaveislan um næstu helgi.
|
02.04.2015 22:02
Um víðan völl
|
||||||||||||||||||||||||||
,,Er ekki kominn tími til að tengja" segir í einu góðu dægurlagi. Það er vel við hæfi að raula það þegar loksins er sest niður og tilraun gerð til bloggskrifa. Ekki er það svo að lítið hafi verið um að vera og þess vegna engar fréttir að fá héðan úr Hlíðinni. Ó nei öðru nær. Nú reynir á kellu að muna eitthvað af því sem á dagana hefur drifið. Á myndinni sem hér fylgir með eru þau Mummi og Gangskör frá Hallkelsstaðahlíð. Þau tóku þátt í sýningu vestlenskra hestamanna sem fram fór um síðustu helgi. Mummi fór með Gangskör og Báru frá Lambastöðum í hryssuflokkana en Fannar tók þátt í skeiðinu. Margir góðir gæðingar komu fram á þessari sýningu sem var hin besta skemmtun. Það er alltaf gaman að sjá það sem tamningamenn, ræktendur og aðrir hafa fram að færa hér á vesturlandi. Árviss viðburður sem bara batnar með hverju árinu. Takk fyrir góða kvöldstund knapar og allir þeir sem komu að þessari sýningu.
|
24.02.2015 09:14
Húsfreyjan farin í hundana
|
||||||||
Það er ekki skrítið að enda bara í hundunum þegar veðráttan er eins og hún er. Húsfreyjan smellti sér á hvolpahitting með sparidýrið sitt hana Möru frá Eysteinseyri. Þessi mynd er tekin í lok hittingsins og sýnir flesta þátttakendur. F.v Þórður á Lágafelli, Edda og Sverrir, Giljahlíð, frúin sjálf, Sigfús Helgi á Skiphyl, Sigurður Vatnsfrændi, Einar í Túni, Dagbjartur á Hrísum, Snæbjörn frá Hoftúnum, Þóra í Ystu-Görðum og Valgeir Grundfirðingur. Sem sagt snildarhópur. Á myndina vantar kennarana en a.m.k annar þeirra var upptekin við að taka þessa mynd. Þeir voru Svanur Guðmundsson í Dalsmynni og Gísli Þórðarson í Mýrdal.
|
10.02.2015 21:18
Þorrablót.........kafli tvö.
|
||||||||||||||||||||||||||
Að sjálfsögðu var tilnefndur Kolhreppingur ársins og að þessu sinni var það Björgvin Ölversson, Ystu-Garðadrengur sem hreppti hnossið. Þráinn í Haukatungu og Jóhannes á Jörfa veittu honum viðurkenninguna.
|