21.02.2011 19:16

Aðeins af FT hátíð

Afmælishátíð FT var haldin á laugardaginn, við sem komum að skipulagningu vorum bara ánægð með hvernig til tókst. Fagfólkið okkar stóð sig með mikilli prýði og kom fram með hverja snildarsýninguna af annar. Aðsókn var framar björtustu vonum og er talið að á milli 700-800  manns hafi sótt sýninguna.
Á næstunni smelli ég hér inn fleiri myndum af hátíðinni og eins koma myndir og fréttir inná FT síðuna.
Mig langar að þakka öllu því góða fólki sem gerði þessa afmælissýningu að veruleika fyrir frábært starf.
Það var sama hvar hópurinn kom saman jákvæðini og dugnaður var í aðalhlutverki.
Reiðmeistarar, sýnendur, knapar, gestir og samstarfsfólk takk fyrir góðan dag það gerðu allir sitt besta.



Á afmælishátíð FT vour  þrír félagar heiðraðir og hlutu gullmerki félagsins þetta voru Benedikt Líndal, Eyjólfur Ísólfsson og Freyja Hilmarsdóttir.



Þessar fallegu stúlkur hjálpuðu okkur ómetanlega á hátíðinni.



Þarna er blómadrottningar FT Hrafnhildur Jónsdóttir, Erla Guðný og Þórdís Anna Gylfadætur. Takið eftir bláu stráunum sem voru alveg í FT litnum góða.



Hjá þessum dömum var allt undir ,,kontrol,, Marta og Hulda miðasölustjórar í góðum gír.

Bæti við myndum við fyrsta tækifæri.

17.02.2011 22:36

Afmælishátíð FT haldin í Reiðhöllinni Víðidal

Síðustu dagar hafa verið fjörugir í meira lagi og nóg að gera við undirbúning á afmælishátíð FT. Nú stefnir í fróðlega og skemmtilega hátíð sem að hestamenn eiga ekki að láta framhjá sér fara.
Dagskrána getið þið séð á http://www.tamningamenn.is

Annars er bara allt gott héðan úr Hlíðinni og mun ég deila með ykkur fréttum fljóttlega bæði af sýningunni og eins af lífinu hér heima.

Sjáumst á afmælissýningunni emoticon

14.02.2011 23:02

Sjáumst á afmælissýningu FT á laugardaginn



Löngufjörur á góðum degi.

Vildi bara segja ykkur frá því að nú getið þið lesið fréttir um afmælissýningu FT á heimasíðum FT, Eiðfaxa og fleiri hestasíðum. Eiðfaxi hefur nú gert sérstaklega vel við okkur og sett upp hnapp þar sem að allar upplýsingar og fréttir fyrir hátíðina birtast.
Að gefnu tilefni þá eru allir hjartanlega velkomnir á sýninguna sem að hefst kl 10.00 á lagardaginn í Reiðhöllinni í Víðidal.
Aðgangseyrir hefur verið stillt mjög í hóf og er kr 1.500.- fyrir allan daginn þar sem boðið er uppá sýnikennslur, stórsýningar, hestamennskukeppni og verðlaunaveitingar.
Vörukynningar verða í anddyri reiðhallarinnar.

Héðan úr Hlíðinni er annars bara allt gott að frétta nóg að gera og veðrið bara gott við okkur.
Fyrirmyndar hestur dagsins var klárlega Stígandi Muggsson sem er alltaf að verða skemmtilegri og skemmtilegri. Hann stefnir kannske að því að fylla skarð bróður síns sem nú puðar í stórum og ábyrgðarfullum verkum í öðrum landsfjórðungi.

11.02.2011 23:14

Nokkrir gráir þann 11022011



Þessar dömur eru báðar hjá Mumma á Hólum Sjaldséð frá Magnússskógum og Hlíð frá Hallkelsstaðahlíð.
Húsfreyjan verður nú að renna norður við tækifæri og skoða hvernig gengur.



Væri líka gaman að skoða þennan kappa við tækifæri.



Og þessi stendur alltaf fyrir sínu, þarna er hann á góðviðrisdegi í sumar.



Þarna er líka enn einn grár höfðingi sem veitir ávallt margar ánægjustundir.



Og þessi sjarmur hefur nú heillað nokkrar dömurnar um dagana Muggur frá Lambastöðum.

Eins og þið sjáið er þema kvöldsins gráir hestar, alltaf gaman að rifja aðeins upp í máli og myndum.

10.02.2011 20:49

Undirbúningur.................



Eins og ég var byrjuð að segja ykkur í dag þá er allt á fullu við undirbúning fyrir afmælishátíð FT sem haldin verður þann 19 febrúar n.k
Stjórn FT og hluti afmælisnefndarinnar funduðu í gær, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum þá var tekið á því í orði og verki.
Svipurinn á Marteini gefur til kynna að hann sé nú ekki alveg sannfærður undir ræðu Mumma.



En þarna hefur hann greinilega náð vopnum sínum og finnst það ekki leiðinlegt.



Ritari félagsins skráði allt sem fram fór af mikilli nákvæmni eins og vera ber.



Það veit nú alltaf á gott ef að gjaldkerinn brosir................vonum að það endist áfram.



Tæknimaðurinn okkar var líka brosleitur svo að sennilega er bara allt í stakasta lagi.



Og fundaraðstaðan ekki var hún dónalega stórglæsilegt hesthús hjá þeim heiðurshjónum Huldu og Bjarna. Til hamingju með hesthúsið og flottu inni aðstöðuna Hulda og Bjarni.



Þessi kappi er nú knúsaður alla daga enda algjör öðlingur, stóðhesturinn Þristur frá Fet á svítu með gott útsýni innum kaffistofugluggann hjá Huldu.

Fundurinn gekk vel og nú eru línur farnar að skýrast, ég bendi ykkur á að fara inná heimasíðu FT og fleiri hestasíður sem birta munu fréttir á næstu dögum.

10.02.2011 11:52

FT



Nú styttist óðum í FT hátíðina og víða á hestamiðlunum eru komnar fréttir og mikið bætist við á næstu dögum........................


08.02.2011 13:43

Meira af þorrablóti



,,Jón og ég við vorum eins og bræður,, sko söngbræður.
Hrannar og Jón í góðum gír.



Það var líka Snorrastaðabóndinn sem að kynnti dagskrána með stæl.



Og á dagskránni var bróðir hans Magnús ráðherrabílstjóri sem fór alveg á kostum með frumsamið efni. Batnar með hverju árinu kallinn.



Þarna undirbýr Sveinbjörn sig fyrir matinn og eitthvað kætir Þóru.

06.02.2011 12:47

Þorrablót smá sýnirshorn



Þorrablót ársins í Lindartungu var haldið á föstudaginn og tókst með miklum ágætum.
Á myndinni sjáið þið brot af fjörinu sem fór vel fram, takið eftir sveiflu hreppsstjórans sem leiddi dansinn af innlifun sérstaklega línudansinn.



Maturinn var frábær eins og venjulega, þarna er diskur soltins Hólanema.



Þessir kappar voru bara ánægðir með samkvæmið eins og sjá má.

Fleiri myndir og fréttir þegar útreiðarfærið og birtan verða komin í frí.

04.02.2011 00:25

Þorrablótið handan við hornið.........



Já það var gaman á þorrablótinu í fyrra og ekki verður það síðra þetta ári......................



Bara klikkar ekki blótið í Lindartungu...........................



................og maturinn ummmmmmmmmmm.



.............og hljómsveitin.......................

Myndavélin er komin í hleðslu, fimmtigírinn ræður ferðinni í bústörfum á morgun og síðan er bara að blóta af lífi og sál.

Sjáumst:)

02.02.2011 22:46

Byldagurinn

Er búin að setja inn nokkrar myndir frá folaldasýningunni í albúmið, endilega skoðið.

Í morgun var alvöru vetur hér í Hlíðinni ösku svartu bylur með öllu tilheyrandi en eins og við er að búast var komin blíða seinni partinn.
Proffinn minn kom inn í dag og hefur held ég aldrei gengið svona lengi út blessaður kallinn. Enda sá ég smá ásökun í augnaráðinu þegar hann kom heim hefur örugglega hugsað mér þegjandi þörfina í bylnum í nótt. Sálfræðilega batnaði hestakosturinn hjá mér til mikilla muna við að fá kappann inn get samt ekki kvartað með það sem ég hef haft.
En sumir eru bara ómissandi jafnvel þó að þeir séu erfiðir og óstýrlátir.

Nú er sko allt að gerast fyrir afmælishátíðina hjá FT og á morgun byrja fréttir af væntanlegri fræðsluveilsu að birtast.
Hátt á annan tug reiðkennara og tamningamanna fræða og sýna listir sínar og hestakosturinn hjá þeim stefnir í stórveislu.

30.01.2011 22:43

Folöldin með mínum augum



Dómarar á folaldasýningunni voru Valberg Sigfússon og Þorvaldur Kristjánsson með þeim er einkaritarinn þeirra Iðunn Svansdóttir.

Efsta folaldið í hryssuflokknum var Blómalund frá Borgarlandi undan Smára frá Skagaströnd og Vigdísi frá Borgarlandi.  Í öðru sæti var Spurn frá Minni-Borg undan Spyrni frá Þúfum og Löpp frá Hofsstöðum. Í þriðja sæti var svo Silja frá Söðulsholti undan Sólon frá Skáney og Hildi frá Sauðárkróki.

Efsta hestfolaldið var Spói frá Hjarðarfelli undan Friði frá Búlandi og Fjöður frá Hjarðarfelli. Í öðru sæti var Ófeigur frá Söðulsholti undan Hákoni frá Ragnheiðarstöðum og Blæju frá Svignaskarði. Í þriðja sæti var Jaðrakan frá Hellnafelli undan Dyn frá Hvammi og Hettu frá Útnyrðingsstöðum.

Folald sýningar valið af áhorfendum var Ófeigur frá Söðulsholti.

Öll þessi folöld voru virkilega frambærileg og ræktendum sínum til sóma.
Til hamingju eigendur og ræktendur.

Það er virkilega erfitt að gera uppá milli þessara folalda því að þau eru mjög ólíkar hestgerðir.
Blómalund heillaði mig mjög mikið um leið og ég sá hana hreyfa sig, hún er hreyfinga mikil, skrokkmjúk og  með tandur hreinar gangtegundir með miklu rými.
Ég er sannfærð um að Ásta á Borgarlandi fær þarna algjört hestagull.
Eitt merfolald sem þó var ekki í úrslitum vakti athygli mína en það var hryssan Dís frá Ólafsvík sem er undan Hruna frá Breiðumörk og Perlu frá Einifelli. Gerðin var kannske ekki sérstök en hreyfingarnar og ganglagið var skemmtilegt auk þess var hún einstaklega litfögur beiksokkótt.
Spói frá Hjarðarfelli er virkilega spennandi folald hreyfinga góður og fallegur. Eins og áður sagði er hann undan Friði frá Búlandi sem er sonur Dalvars frá Auðsholtshjáleigu og Baldursdóttur frá Bakka. Friður þessi er ósýndur en átti nokkur afkvæmi á sýningunni sem komu frá fjölskyldunni á Hjarðarfelli. Afkvæmi hans eru mjög áþekk og virkilega spennandi hestefni, nú er bara að bíða og sjá hvort að kappinn kemur ekki fram í vor.
Ófeigur frá Söðulsholti er stór og glæsilegur með frábært brokk, það verður spennandi að sjá hann þegar líður nær tamningaaldri. Amman Hátíð frá Úlfsstöðum var allavega með 10 fyrir tölt og 9.5 fyrir fegurð í reið.
Ófeigur var folald ,,brekkunnar,, og var vel að því kominn.
Valur frá Haukatungu undan Vilmundi frá Feti og Mynd frá Haukatungu var lipur og kom skemmtilega fyrir. Ég er ekki frá því að Valur hafi verið mun betur rakaður en eigandinn Ólafur frændi minn Pálsson.
Faxi frá Borgarnesi sonur Döggva frá Ytri-Bægisá er lipurt og skemmtilegt hestefni. Eigandi hans Þorgeir Ólafsson var sannarlega búinn að leggja sig fram og var Faxi örugglega best bustaði og hirti folinn á sýningunni.

Já það er alltaf jafn gaman að spá í hross ættir, gangleg og útlit svona sýning kyndir bara upp þann áhuga.

Eftir góðan dag í Söðulsholti var svo farið heim og gefið að því búnu var svo brunað á heimaþorrablót hjá góðu fólki í Borgarhreppnum þar sem við áttum góða kvöldstund og auðvitað var spjallað um hross.
Takk fyrir skemmtilegt kvöld kæru vinir.

Fleiri myndir koma þegar netsambandið hjá mér er betra en það hefur verið í kvöld.

30.01.2011 14:08

Folaldasýning í Söðulsholti.



Svona veður var boðið uppá í Hlíðinni í gær, sannarlega ekkert hestakerrufæri og því fórum við folaldslaus á folaldasýninguna í Söðulsholti.



Á sýningunni voru margir flottir gripir þarna er t.d Faxi frá Borgarnesi sonur Döggva frá Ytri-Bægisá. Eigandinn Þorgeir Ólafsson en Ísólfur bróðir hans er þarna á myndinni.



Hér er Lárus Hannesson kennari með meiru sennilega að kenna þeim bleika að lesa, góð leturstærð á Bónuspokanum.



Gunnar og Sigríður á Hjarðarfelli komu með nokkur afar athyggliverð folöld á sýninguna.



Föngulegur hópur hestamanna var mættur á sýninguna þessir strákar eru flestir úr Ólafsvík.
En ég saknaði Högna Bærings úr Stykkishólmi sem að alltaf hefur mætt á þessar sýningar.



Í lokin var svo kosið folald sýningarinnar af áhorfendum, sannarlega erfitt verkefni þar sem úrvalið var mikið.
Á myndinni er Auðunn bóndi á Rauðkolsstöðum í þungum þönkum, ætli hann hafi kosið rétt????



Þarna er Söðulsholtsbóndinn með krakkana sína sem hjálpuðu afa að taka við verðlaununum.

Frábær dagur í Söðulsholti, ég tók slatta af myndum sem að ég smelli inná síðuna við fyrsta tækifæri. Eins ætla ég að segja ykkur hvaða gripir mér eru efstir í huga eftir sýninguna. Hef vonandi tíma í kvöld.

26.01.2011 21:00

Konungleg útför í þágu vísindanna

Þetta var nú góður dagur.
Það var gott veður hér í Hlíðinni mikið riðið út, þjálfað og tekinn villtur rekstur í dag.
Ég hef trú á að bæði menn og hestar sofi vel í nótt eftir allt þetta at.
Meðal aldur hestanna í hesthúsinu er ekki hár um þessar mundir stór hluti á fjórða vetri og annað eins á fimmta vetri síðan örfá eldri.
Flestir þessir fjórfættu nemendur eru komnir vel á veg í tamningu og sumir lofa bara nokkuð góðu.
Nú bíð ég bara frétta af stóðinu mínu á Hólum spurning hvort að þögnin lofi góðu eða sé til komin vegna einhverra hamfara.
Fyrirmyndarhestur dagsins var hann Vörður minn og það hefur sko ekkert með eignarhald að gera.

Fyrir nokkrum dögum gerðist það að ein kollan í fjárhúsunum gaf upp öndina, svo sem ekki í frásögu færandi en læt það flakka. Heilsu Kollu hafði hrakað mjög skyndilega svo að vart gafst tími til mikilla aðgerða. Þar sem að hún var ung og átti líka að vera spræk og langlíf hugsaði ég með mér að rétt væri að láta kryfja Kollu til að fá úr því skorið hvað hefði orðið henni að bana. Ég hef stundum séð það á prennti að ,,auðvita,, eigi bændur að láta rannsaka gripi sem að drepast af óútskírðum ástæðum.
Ég hringdi í Rúnar dýralæknirinn minn og bar þetta undir hann, hvatti Rúnar mig til að kanna málið og ekki síst verðið sem að mér fannst á þessum tímapunkti vera smáatriði.
Við hvattninguna efldist ég til mikilla muna og fylltist ábyrgðartilfinningu af flottustu gerð. Nú skyldi vísindunum lagt lið í þágu íslensku sauðkindarinnar. Göfugt málefni það.
Ég snarast inní bæ finn símanúmerið á Keldum og hringji.
Eftir að hafa þvælst á milli manna og kvenna um símalínur fyrirtækisins í nokkurn tíma fékk ég loks samband við konu sem svarað gat mínum spurningum.
Hvað kosta að kryfja kind og hvernig á ég að senda hana ?
Ekki stóð á svarinu.
Það kostaði sem sagt kr 43.000.- að kryfja Kollu og æskilegt væri að ég bara renndi með hana í bæinn sem fyrst svo að hún yrði ,,fersk,, og fín í aðgerðinni.
Kr 43.000.- plús 130 km x 2 eru 260 km x kr 92.- gera kr 23.920.- samtals: kr 67.180.-
,,Já sæll,, eins og góður maður sagði eitt sinn.
Margt flaug í gegnum kollinn á mér þegar hér var komið við sögu og sennilega hefur þögnin í símanum verið nokkuð þrúgandi því blessuð kona tjáði mér að sennilega gæti ég fengið 70% afslátt. Þá skyndilega rofaði til í kollinum á mér og ég náði að anda að mér þokkalegum skammti af súrefni.  Uppí hugann kom mynd af skeggjuðum og þreyttum Steingrími Joð með  staurblankan ríkissjóð á herðunum.
Ó nei............ ekki ætlaði ég að bera ábyrgð á frekari þrengingum á þeim ,,bænum,, með ónauðsynlegum vísindarannsóknum sem að sennilega yrðu í besta falli í mína þágu og sauðkindarinnar.
Sumt krefst einfaldlega tillitsemi.
Ég andaði djúpt gerði röddin eins elskulega og ég gat kvaddi síðan konuna með þökkum en gleymdi að segja henni að Kolla kæmi ekki til hennar þar sem að ljáðst hefði að safna í vísindasjóð henni til handa.
Líklegt er að andlát Kollu hafi stafað af einhverjum algengum kvilla en óneitanlega hefði verið fróðlegt að fá nánari upplýsingar um það.
Nú er Kolla komin undir frost og klaka en hún fékk afar virðulega útför allt að því konunglega því að ýmislegt er nú hægt að gera fyrir minna en 67.000 þúsund krónur.
Já það er ekkert grín að deyja í þágu vísindanna.


24.01.2011 08:34

Sparisjóður fluttur

Helgi afreka er liðin þar sem folöld voru rökuð, nýjar ásetuæfingar æfðar af miklum móð og heilmikið annað gert. Í gær brunaði svo Mummi norður að Hólum með Sparisjóðinn minn og að auki frænku hans Hlíð sem er undan Kolskör og Glym frá Skeljabrekku einnig Sjaldséð sem er undan Venus frá Magnússkógum og Baugi frá Víðinesi. Ég verð nú að játa að mikið sakna ég Sparisjóðs og finnst hesthúsið hálf tómt þó svo að öll plássin hafi fyllst um leið.
Já sumir eru einfaldlega skemmtilegri en aðrir.
Ég veit að þetta gengur ljómandi vel hjá Mumma og stóðinu mínu.
Það hefur verið sumarblíða síðustu daga hiti og rigning svo nú heyrist ekkert kvart yfir hörðu reiðfæri.
Bara spennandi dagar framundan.

21.01.2011 22:34

Þorri kallinn.

Til hamingju með daginn kæru bændur í borg og til sjávar og sveita.

Hér heilsaði dagurinn með þýðu og vorveðri svo það hefði ekki væst um nokkurn mann að hoppa í kringum bæinn á nærfötunum einum klæða. Ég varð ekki vör við að neinn á þessu heimili gerði það en ýmislegt fer nú framhjá mér.
Venjulega hef ég haft þjóðlegan mat á boðstólnum þennan dag en núna var breytt út af þeirri venju og í stað hákarls og punga var það steik og bernes. Mun bæta úr þessu þegar líður á Þorrakallinn.

Margt hefur á dagana drifið síðan ég skrifaði síðast, eins og ein Reykjavíkurferð á fund í Sjávarútvegs og landbúnaðarráðuneytinu og margt fleira.
Í ráðuneytinu vorum við í Þróunarsjóðsnefndinni að hittast og ræða málin.
Í gær var svo fundur í Háskólaráði Hólaskóla fróðlegur og góður fundur.

Þorvaldur á Skeljabrekku kom og tók DNA úr folöldunum svo að nú er það frá og vonandi allt rétt feðrað og mæðrað.

Það var gaman í hesthúsinu í dag og ekki skemmdi það fyrir að hafa vor í lofti þegar út var komið. Tryppin kunnu vel að meta það og reiðfærið mun mýkra en undanfarið.
Mummi kom heim frá Hólum í kvöld svo að nú verður gramsað í námsefninu og reynt að læra svolítið. Nýjasta og skemmtilegasta efnið er boltaæfingar af ýmsum toga, eins gott að engum datt myndavél í hug á meðan ég var að æfa mig.
Á morgun eru það svo folaldaklippingar og prufureiðtúrar.
Fyrirmyndarhestur dagsins var klárlega Riddari frá Lækjarbotnum sem að sýndi sínar allra bestu hliðar í dag.