03.11.2015 22:26

Vonandi verða þau sér og sínum til sóma.

 

Það er svo gaman að fá fréttir af hestunum sem flutt hafa til nýrra eigenda.

Á þessari mynd er hann Gosi vinur okkar frá Lambastöðum sem nú lifir í vellystingum í Ameríku.

Eigandinn og hann hafa náð frábærlega vel saman og gera það gott saman.

Mummi fer reglulega í heimsókn og fylgjist með þessu flotta pari.

 

Framtíðarsýn Gosadóttir flutti líka til Ameríku fyrir nokkrum dögum.

Hún á vonandi eftir að standa sig jafn vel og faðir hennar í nýju landi.

 

 

Þarna er Framtíðarsýn að vellta sér á nýja heimilinum og virðist bara nokkuð ánægð með sig.

 

 

Fáséð mín flutti líka og er nú í góðu yfirlæti hjá henni Marie okkar í Danmörku.

 

 

Hann Hrellir flutti líka þó ekki til útlanda og er nú dekur hestur í góðum málum.

 

 

Þarna er Hrellir og eigandinn að stinga saman nefjum.

 

 

Hún Viðja flutti líka í vor og lifir góðu lífi hjá nýjum eiganda.

Þarna eru skvísurnar saman á góðum degi. Þess má geta að Vilja er móðir hans Hrellirs.

 

 

Snörp litla Leiknisdóttir flaug til Danmerkur nýlega og nýtur vonandi lífsins þar.

Það er alltaf svo gaman að fá að fylgjast með hrossunum og vita hvernig þau eru að standa sig.

Þar sem ég hafði ekki myndir af fleirum þá læt ég staðar numið  að sinni.

Nú er bara að bíða eftir fleiri myndum og fréttum af þessum góðu vinum okkar.

 

01.11.2015 22:49

Bara gaman.

 

Sólarlagið í gær var með því allra besta og veðrið dásemdin ein.

Á svona dögum er ekkert betra en vera á fjöllum.

Nú hafa verið unnin mörg hvuntagsafrek frá síðustu bloggfærslu.

Þetta var sko vikan þar sem allt var að gerast og rúmlega það.

Líflömbin komin inn á gjöf, búin að fá Hjalta dýralæknir í heimsókn og ormalyf í kaupbætir.

Þau bíða svo eftir því að fjölgi í fjárhúsunum þannig að þau geti fengið jólaklippinguna.

Eftirleitir voru aðal síðustu vikuna og árangurinn að verða nokkuð góður. Við hér í Hlíðinni búin að æða um þrjár jarðir og að auki hafa góðir grannar fyrir innan fjall heldur betur staðið sig.

Rjúpnaskytturnar okkar voru ansi liðtækar við að sjá eftirlegu kindur enda allir sem einn fyrirmyndarsmalar.

Þeir hinsvegar sem voru að stelast á rjúpu hér í nágenninu og það ekki einu sinni á réttum dögum.......mega vara sig.

Það getur verið hljóðbært við eftirleitirnar.............

Kvöldföndur húsfreyjunnar er svo að telja og stemma af sauðfjárbókmenntirnar.

Nýjustu tölur úr ,,Hlíðarkjördæmi,, eru væntanlegar fljóttlega.

Já jólaföndrið er ekki ennþá komið á dagskrá.

Við frænkur rukum svo til og gerðum slátur um helgina eins og við höfum gert í næstum óteljandi ár. Ómissandi stemming með góðum árangri þar sem ungir sem aldnir taka þátt. Ein saumakonan var 5 ára og önnur 85 ára við hinar einhversstaðar á milli.

Vikurnar líða á ógnar hraða örstutt síðan um síðustu helgi þegar við fögnuðum 40 árum með góðri vinkonu.

Það er líka líflegt í hesthúsinum og mikið um að vera eins gott að nýta tímann vel á meðan Mummi er heima.

Rúv sýndi snildar þátt í kvöld þar sem rætt var við tíu barna móðir. Það var ekki barlómur á þeim bænum.

Sama hvernig spyrillinn reyndi að fá hana til þess að kvarta það bara tókst ekki. Hún geislaði af orku, jákvæðni og hamingju.

Ég verð að játa að stundum finnst mér fólk með örfá börn láta eins og það séu að vinna einstök afrek í mannkynssögunni við að lifa daginn af. Nei verið róleg þetta er bara mín skoðun og ég er nú svolítið skrítin.

Mér fannst þessi kona flott, krakkarnir og kallinn.

Auðvita var mér hugsað til hennar Hrafnhildar ömmu minnar sem átti 12 börn og bjó hér í Hlíðinni. Hún var fædd árið 1906 átti 12 börn það elsta fætt 1927 það yngsta fætt 1945. Og það sem meira var hún varð ekkja 1945.

Bara eitt í viðbót..................engin þvottavél, engin uppþvottavél, ekkert rafmagn, engin frystikista, enginn ísskápur, enginn sími, engar einnota bleyjur.................ekkert net krakkar.

Hvernig var þetta hægt ?????

22.10.2015 22:09

Ærlegar fréttir

 

Kallinn í tunglinu speglar sig í vatninu.

Þrátt fyrir blíðuna í dag er orðið svolítið kalsalegt og alveg ljóst að veturinn er skammt undan.

Nú eru sláturlömbin farin í Skagafjörðinn og bara örfáar sláturkindur eftir sem ekki komust fyrir á bílnum þegar lömbin fóru.

Vonandi verðum við búin að heimta fleiri lömb áður en síðasta ferðin þetta haustið verður á Krókinn.

Ásetningslömbin sem eru með allra flesta móti eru komin inn og njóta þeirra forréttinda að maula græna og góða tuggu.

Hrútarnir eru heimaræktaðir, sæðingar, aðkeyptir og afmælisgjafir svo það er ýmislegt í boði þegar kemur að fengitímanum.

Gimbrarnar eru heimaræktaðar, sæðingar og afmælisgjafir, já ég veit það er gaman að eiga afmæli.

Dagurinn sem að hrútasýningin var haldin var ekki nógu langur hér í Hlíðinni, smalamennskan sem átti svo sem ekki að taka langan tíma breyttist í næturvinnu. Það gerði það að verkum að ég tapaði af fjörinu og varð að láta mér nægja fréttir í orði.

Ég þarf endilega að segja ykkur rollufréttir í myndum, það er auðveldast.

Ég er ekki að standa mig með myndavélina í fjárhúsunum, það er alveg ljóst.

En nú lofa ég bót og betrun.

Við fengum kærkomna hjálp í síðustu viku þegar góðviljaðir ættingjar mættu og aðstoðuðu okkur við eftirleitir og fjárrag í nokkra daga.

Alveg ómetanlegt að fá þennan mannskap, alla sem einn.

Heimtur eru þokkalegar og batna með hverjum deginum, sóttum níu kindur yfir fjallið í morgun og fundum svo þrjár í dag.

Verst að mig vantar nokkrar uppáhalds kindur en það er ekki öll von úti ennþá.

Já þetta er allt að koma.

Mummi smellti sér út til Bandaríkjanna að líta á Gosa vin okkar og fjölskyldu, ferðin var frábær og Gosi í toppstandi.

Nú er það hinsvegar Danmörk en þar er kennsluhelgi hjá honum með góðu fólki eins og svo oft áður.

Frumtamningar eru í fullum gangi og nokkur býsna skemmtileg hross á járnum.

Eins og stundum áður nefni ég nokkra feður tryppana til gamans.

Frakkur frá Langholti, Arður frá Brautarholti, Fláki frá Blesastöðum, Gosi frá Lambastöðum, Stæll frá Hofstöðum og Glymur frá Skeljabrekku.

Maron vinnumaður er nú orðinn Maron verknemi en hann er byrjaður hjá okkur í verknámi frá FMos.

Fyrsta úttekt fór fram í síðustu viku og nú er það bara alvaran fram að jólum. Kappinn er með fjögur hross sem að hann vinnur með í samkomulagi við verknámsbónda. Auk þess tekur hann þátt í öðrum störfum sem nýtast honum við námið.

Bara spennandi verkefni fyrir verknema og verknámsbændur.

 

13.10.2015 22:45

Endalaust afmælis.......

 

Fyrir stuttu síðan fékk ég skemmtilega sendingu með myndum úr afmælinu mínu í vor.

Það var hann Finnbogi minn snildar ljósmyndari sem að sendi mér þessar myndir.

Takk kærlega fyrir sendinguna hún gladdi mitt ,,síunga hjarta,, smelli inn nokkrum og hinum síðar.

 

 

Dísa mín og allir hinir stuðboltarnir í horninu.

 

 

Þessir kallar voru kátir.

 

 

Þessi hjón eru alltaf svo dásamleg, Tommi og Tóta.

 

 

Allt undir kontrol................

 

 

Og það var sungið og sungið............

 

 

Þessar sungu dásamleg og voru svo skemmtilegar.

Já þetta er bara nokkrar myndir sem rifja upp frábæra kvöldstund.

 

11.10.2015 21:22

Haustið í Hlíðinni.

Það hefur verið dásemdar blíða síðustu daga hér í Hlíðinni.

Þetta er útsýnið af hlaðinu hjá okkur og mikið vildi ég geta látið þögnina fylgja með á myndinni.

Friðsældin er algjör og ef að þetta er ekki staðurinn og stundin með sjálfum sér þá veit ég ekki hvað.

 

 

Það er mikið í Hlíðarvatninu og vatnið nær meira að segja uppí götu.

Rásin er ófær og ekkert gúmiskófæri yfir Fossána.

 

 

Já Rásin er ófær og nú verður að fara yfir Djúpadalsána uppá Eyrum.

En allt er svo saklaust svona í logninu og blíðunni.

 

 

Sandfellið lúrir á sínum stað, aðeins gránað í Hellisdalinn og skaflinn fyrir innan Paradísina er staðráðinn í því að fara ekki fet þetta árið.

 

 

Rögnamúlinn speglar sig í vatninu og Djúpadalsáin tuðar ein í kyrrðinni.

 
 

 

Neðstakastið og Grafarkastið eru á sínum stað eins og Sneiðin sem situr uppi með þennan vegslóða.

 

 

 

Dásemdin býr á Hafurstöðum, klárarnir kroppa í Nátthaganum og á Kastalanum.

Bæjardalurinn, Dagmálaskarðið og Snoppan eru þarna líka eins og venjulega.

 

 

Geirhnjúkurinn gæjist upp fyrir Skálarhyrnuna sem hefur Axlirnar á vinstri hönd og Nautaskörðin á þá hægri.

Skálin sjálf er svo fyrir miðju með Skálarlækinn sinn og Háholtin fyrir neðan eins og Bæjardalsbrúnina.

 

 

Ró og friður.

 

 

Steinninn Snorri vinalegur eins og alltaf.

 

 

Álftartanginn er sólarmeginn og nýtur þess.

 

 

Geirhnjúkur kominn í jóladressið og Hlíðin sólar sig.

 
 
 
 

Já það er friðsælt og gott að búa í fjöllunum, þvílík forréttindi á svona dögum.

 

 

06.10.2015 22:04

Svarta blómið mitt.

 

Sumir rækta margar tegundir í blómagraðinum sínum en ég bara eina.

Sparisjóður minn í fullri vinnu við að slá seinni sláttinn í hólfinu sínu, laus við allar selskapsdömur þetta árið.

Nú er bara næsta verkefni hjá honum að gera húsfreyjuna stolta af fjölnota hestinum sínum.

Það hefur verið óþarflega blautt hjá okkur hér í Hlíðinni að undanförnu og ekki laust við að ég sé búin að fá nóg.

Þegar skurðir eru fullir af vatni og bæjarlækurinn orðinn frændi Skaftár þá er þetta að verða gott.

En nóg um það því enginn er ástæðan til að kvarta, við höfum það frábært.

Nú er smá hlé í kindastússi og því tamningarnar komnar á fullt með mörgum skemmtilegum tryppum.

Mummi smellti sér í heimsókn til meistara Gosa í henni Ameríku og ætlar að sóla sig þar um tíma.

Við látum eins og það sé blíða af bestu sort hér í Hlíðinni og þökkum fyrir að fá hvorki sólsting né flagnað nef.

 

 

Sjaldséð og Burtséð litla Lokadóttir hafa eytt nokkrum góðum vikum með sjarmatröllinu Þristi frá Feti.

Á myndinni koma þau skokkandi þegar við sóttum þau að Grímarstöðum.

Nú er bara að bíða og sjá hvaða árangur þessar samvistir hafa borið.

 

 

Sopinn er góður eftir strembið kerruferðalag en nú er bara að njóta haustsins og stækka.

Þá eru allar hryssur komnar heim eftir dvöl í stóðhestagirðingum þetta sumarið.

27.09.2015 21:40

Hér var stuð.

 

Við höldum í þann góða sið að gera okkur glaða kvöldstund í miðju réttarfjörinu.

Eins og sjá má er stór hljómsveit sem leggur línurnar og teymir mannskapinn í söngunum.

 

 

Tilþrifin eru góð og gítarleikurum fjölgar á hverju ári, hvar endar þetta ???

 

 

 

Söngheftin góðu sem gefin voru út í tilefni af hálfrar aldar húsfreyju nýttust vel.

Og verða að duga næstu hálfa öld að minnsta kosti.

 

 

Undirbúningur fyrir næsta föðurættarhitting fór að sjálfsögðu fram þetta kvöld.

Einkar henntugt að nota samkvæmið til góðra verka.

 

 

Já það er ekki nóg með að gítarleikurum fjölgi ár frá ári nú bættist við munnharpa sem aldeilis gerði það gott.

 

 

,,Kokkurinn við kabyssuna stóð,,

Ó nei hann sló á létta strengi og útúr því kom að sjálfsögðu Erla góða Erla.

 

 

Þessir fyrirmyndar krakkar voru skemmtileg bæði í réttum og partýi.

Rétt máttu vera að því að líta upp fyrir myndatöku.

 

 

Gréta frænka mín kom alla leið frá Noregi til að vera með okkur í réttunum.

Ég ætla rétt að vona að hún komi aftur næst og næst og næstu réttir.

 

 

Æi þetta eru nú góðir kallar, alveg svona uppáhalds annar frændi hin smali.

 

 

Já það er alltaf gaman hjá okkur Jóa föðurbróður mínum þegar við hittumst.

 

 

Þessi tvö er skemmtileg og höfðu eftirminnileg skóskipti fyrir nokkrum árum.

Frændi minn fór heim á háum hælaskóm (rauðum) númer 36 en hún sat uppi með gúmískó númer 43.

Hvað marrr getur nú ruglast aðeins................

 

 

Þessir voru hressir ný komnir úr leit í Eyjahreppi (vesturbakkanum).

Haukatungubóndanum þótti öruggara að vera áfram eitthvað lengur í smalavestinu.

 

 

Eins og sjá má getur verið stembið að stunda samkvæmislífið en þá er bara að fá sér lúr.

Þetta er klárlega partý mynd ársins hér í Hlíðinni.

 

Frábær kvöldstund með skemmtilegu fólki sem vaknaði allt eldhresst og tók til við réttarstörfin daginn efir.

Eins gott því dagsverkið þá var að raga og vigta, smala og keyra. Já það er stuð í réttunum.

 
 
 
 
 
 
 
 
 

24.09.2015 21:59

Smalafjör

Smalamennska Hlíðarmúli og Oddastaðafjall.

Á þessari mynd eru smalarnir sem fara að innan verðu lagðir á brattann.

Selkastið og Brúnabrekkan bíða eins gott að flestir eru hættir að reykja.

Skúli, Hrannar og Maron ríðandi en Hallur og Hallur labbandi.

 

Þokan var aðeins að stríða okkur og náði næstum niður að Háafossi þegar lagt var af stað.

Náði reynar heim að húsvegg um morguninn og olli hækkandi blóðþrýstingi hjá húsfreyjunni.

Já maður hefur ekki smala í röðum alla daga.

 

 

Þokan faldi líka Skálarhyrnuna og aðeins glittir í hrossin sem voru í Skálinni.

 

 

Þarna er Hallur kominn í hann krappann og um tíma var tvísýnt um það hver hefði betur hann eða kindurnar.

Kappinn er seigur og kom þeim niður og heim á tún eftir að hafa sent þeim góðan lestur á norsku.

 

 

Þarna er farið að styttast heim og allir farnir að hugsa um gómsæta steik.

Freyja í vígahug og fylgjist vel með að allt fari vel fram.

 

 

Þegar Mummi fór um túnfótinn á Oddastöðum brunandi á fjórhjóli varð mér hugsað til nafna hans á Oddastöðum.

Ég er ekki viss um að honum hefði huggnast gæðingurinn sem nafni hans notaði við smalamennskuna.

Sámur og Neró hefðu örugglega gert meira svo maður tali nú ekki um hann Kolskegg.

 

 

Að lokum er rétt að hringja í vin.................og biðja hann að opna hliðið.

 

Partýmyndir eru rétt ókomnar á bloggið en nokkrar myndir úr Skarðsrétt eru undir ,,albúm,, hér á síðunni.

 
 
 
 
 
 
 

23.09.2015 00:00

Réttir árið 2015........... bara byrjunin.

 

Líflega vika að baki hér í Hlíðinni þar sem leitir, réttir og góður félagsskapur hefur ráðið för.

Dásamlegt veður en þokan aðeins að stríða okkur á köflum en þó ekki til teljandi vandræða.

Heimtur nokkuð góðar og batna með hverjum deginum sem líður.

Eins og áður höfum við notið velvilja og gæða vina og vandamanna sem komu og tóku atið með okkur alla leið.

 

 

Það eru forréttindi af bestu gerð að vera á fjöllum í svona veðri.

Útsýnið með aldýrasta móti og hreint andleg veisla að vera einn með sjálfum sér og góðum hesti.

Á meðfylgjandi mynd sjást kindurnar röllta niður Nautaskörðin í áttina heim.

 

 

Þessir kappar mættu galvaskir um miðja síðustu viku okkur til halds og trausts.

Frændur mínir sem slitu gúmískónum hér í Hlíðinni mörg sumur á yngri árum. Fyrir nokkru síðan.......

Hallur, Hallur og Hrannar eða litli Hallur, stóri Hallur og Hrannar.

 

 

Þessi tvö voru líka komin tímalega og tóku heldur betur til hendinni.

Já Kolli og Þóranna eru ekki bara góð í sauðburði.

 

 

Þessar skvísur voru hressar í eldhúsinu og stilltu sér upp fyrir myndatöku.

Gulla, Stella, Lóa, Erla, Þóranna og Hildur.

 

 

Slakir eftir góðan dag á fjöllum, Haukur Skáneyjarbóndi og Mummi.

 

 

Þarna eru Mummi og Tommi að ráða ráðum sínum fyrir smalamennskuna heim í rétt.

Já það hefur verið gaman að hafa allt það góða fólk sem kom og hjálpaði okkur.

Kærar þakkir fyrir alla hjálpina vinir og vandamenn þið eruð dásamleg.

Nú fer að koma að því að ég verði duglegri við að setja inn myndir og fréttir.

Á næstunni koma myndir úr Skarðsrétt, Vörðufellsrétt, Mýrdalsrétt og að sjálfsögðu partýmyndir..................

30.08.2015 22:39

Rétta nú eða réttar dagsetningar

Góð vinkona í réttunum árið 2013.

Jæja þá er komið að því að setja inn alla góðu dagana sem við eigum framundan í smalamennskum og réttastússi.

Það er afar ánægjulegt hvað vinir og vandamenn hafa verið ákafir í að reka á eftir mér að setja þessa daga inná síðuna. Það boðar vonandi gott.

Fjörðið hér heima í Hlíðinni hefst sem hér segir.

Miðvikudagur 16 september smalað inní Hlíð og útá Hlíð.

Fimmtudagur 17 september smalað á Oddastöðum.

Föstudagur 18 september smalað Hlíðar og Hafurstaðaland.

Laugardagur 19 september Vörðufellsrétt.

Sunnudagur 20 september réttað hér í Hlíðinni. Kjötsúpa og rollufjör allan daginn.

Mánudagur 21 september sláturlömb rekin inn.

Þriðjudagur 22 september Mýrdalsrétt.

Að auki eru réttir, smalamennskur og fjör í boði flestar helgar fram eftir hausti.

Þið sem eruð áhugasöm um að mæta endilega smellið á mig skilaboðum.

Eins langar mig til að biðja ykkur um að deila þessari færslu á fésinu þið sem þar eruð.

Ég mun þegar nær dregur setja inn nánari upplýsingar og tímasetningar um viðburðina.

Með bestu kveðjum úr Hlíðinni.

28.08.2015 21:22

Fréttaskot

Gangskör frá Hallkelsstaðahlíð er núverandi uppáhald húsfreyjunnar.

 

Og kellingarnar bara montnar.

Það hefur heilmikið gerst síðan ég síðast skrifaði hér inná síðuna annað en myndablogg.

Alltaf eitthvað um að vera hjá bændum og búaliði. Það skemmtilegasta er að þjálfa hross sem gera dagana góða og fjölbreytta. Margir góðir gripir hafa verið hér í þjálfun og tamningu þetta sumarið. Spennandi hross undan mörgum þekktum stóðhestum nú eða bara óþekktum. Það er sama hvaðan gott kemur og dýrmætt að geta fengið það tækifæri að kynnast góðum hestum úr öllum áttum.

Nokkrir góðir vinir hafa skipt um eigendur og flutt til nýrra heimkynna. Þessi tími og fram á haustið er oft svo góður til að finna draumahestinn og hafa hann tilbúinn fyrir veturinn.

Tryppin sem nú eru í tamningu eru m.a undan Glym frá Skeljabrekku sem á ein fjögur afkvæmi hjá okkur og hann er afi þriggja í viðbót. Sporður frá Bergi, Eldjárn frá Tjaldhólum, Arður frá Brautarholti, Sólon frá Skáney, Rammi frá Búlandi, Stígandi frá Stóra Hofi, og fl. og fl.

Svo þegar mesta smalafjörið er frá koma inn tryppi m.a undan Spuna frá Vesturkoti, Frakk frá Langholti, Alvari, Aldri og Arði frá Brautarholti, Þristi frá Feti og Dyn frá Hvammi.

Hryssurnar eru að týnast heim ein af annari eftir árangursrík stefnumót við stóðhestana.

Eða það ætla ég a.m.k að vona.

Karún mín og Snekkja eru komnar heim sónaðar fengnar við Skýr frá Skálakoti, Létt er enn á suðurlandinu en fengin við Ási frá Hofstöðum. Kolskör og Þríhella eru enn á stefnumóti við Þyt frá Skáney, Rák hjá Aljóni í Nýja-Bæ og Sjaldséð hjá Þristinum á Grímarstöðum. Svo er drottningin hún Skúta hjá Káti hér heima.

Mummi fer reglulega erlendis að kenna og þá er það okkar hér heima að halda öllu í standi.

Eins og áður hefur komið fram höfum við fengið marga góða gesti úr nemendahópnum hans hingað heim í sumar. Það er gaman að fá þessa áhugasömu hestamenn í heimsókn til okkar og vonandi verður framhald á því.

Við höfum fengið marga ferðamenn hingað til okkar í sumar, gönguhópa, hestahópa, veiðimenn og tjaldgesti.

Okkar reynsla af ferðamönnum er bara góð og ánægjuleg. Mig langar sérstaklega að nefna rúmlega 70 manna hóp af ungu fólki sem kom hingað til okkar á tjaldstæðin. Þetta unga fólk var gott ,,sýnishorn,, af því hvernig fyrirmyndar ferðamenn eiga að vera. Umgengni, samskipti, frágangur og viðmót allt til algjörar fyrirmyndar.

Já það eru líka til fyrirmyndar ferðamenn sem eru sér og sínum til mikils sóma.

 

 

25.08.2015 22:07

Gaman saman.

 

Félagar og velunnarar Ungmennafélagsins Eldborgar í Kolbeinsstaðahreppi gerðu sér glaðan dag í tilefni af 100 ár afmæli félagsins.

Boðað var til kaffisamsætis í Lindartungu þann 22 ágúst s.l og að sjálfsögðu var brugðið á leik í tilefni dagsins. Farið var yfir sögu félagsins í stuttu máli og gafst gestum kostur á að skoða fundagerðabækur félagsins. Bækurnar eru mikill fjársjóður sem geyma upplýsingar um tíðaranda liðins tíma.

Ljóst er að þó svo að félagið hafi verið mjög virkt á tímabili þá hefur sú virkni ekki verið eins og fyrstu árin.

Í máli Kristjáns Magnússonar á Snorrastöðum sem fór yfir sögu félagsins kom m.a fram að fjöldi funda var með ólíkindum.

Um árabil var t.d siður að funda á gamlársdag en þess ber að geta að samgöngur og ferðamáti var verulega frábrugðinn því sem nú er. Já það hefur sennilega ekki verði skroppið sveitina á enda í einum grænum árið 1915.

 

 

Smá sýnishorn af bókunum góðu.

 

 

Þessar dömur muna nú tímana tvenna og mættu hressar og kátar í afmælið.

Lóa frænka mín í Hallkelsstaðahlíð, Inga frá Snorrastöðum og Inga á Kaldárbakka.

 

 

Þessir strákar voru að sjálfsögðu mættir, Sveinbjörn frændi minn og Lárus í Haukatungu.

 

 

Keppt var í ,,margþraut,, sem er flókin og erfið keppnisgein................

Á meðfylgjandi mynd eru Albert á Heggsstöðum og Ásbjörn í Haukatungu að reyna með sér í súludansi.

Formaður Ungmennafélagsins Þráinn í Haukatungu dæmir af mikilli innlifun.

 

Kolhreppingar gera sér gjarnan glaðan dag þegar þeir hittast. Þá er nokkuð sama hvort um þorrablót, jólaball nú eða smalamennsku er að ræða.

Þjóðhátíðardagurinn er dagurinn sem allir leika sér og þar hefur Ungmennafélagið Eldborg alltaf spilað stórt hlutverk. Ekki er hægt að nefna þessar uppákomur án þess að nefna hitt félagið okkar Kvenfélagið Björk.

Þar starfar hópur kvenna sem sér til þess að allir fari saddir heim. Þessi félög eru samfélaginu afar dýrmæt. Kynslóðabilið.............ja það er frá vöggu til grafar og því eru allir með.

 

 

Það voru góð tilþrif í boltareiðinni og má vart á milli sjá hjá hverjum fer betur.

Mummi og Steinar Haukur Traðarbóndi ryðjast fram völlinni.

 

 

Magnús á Snorrastöðum og Tumi í Mýrdal eru fótfráir.

 

 

Ljóst má vera eftir þennan góða dag í Lindartungu að einhverjir hreppsbúar geta valið úr atvinnutækifærum. Hvaða kvennalið þarf ekki á henni Áslaugu okkar í Mýrdal að halda ?

 

 

Nú eða landsliðsmarkvörðurinn hann getur bara pakkað saman..............

Kristján Snorrastaðabóndi sér bara um þetta, þvílík tilþrif.

 

 

Já þetta var skemmtilegur dagur og alveg ljóst að Kolhreppingar kunna svo sannarlega að hafa gaman saman.

Fleiri myndir eru væntanlegar í albúmið.

06.08.2015 09:13

Hryssudagar.

 

Lyfting frá Hallkelsstaðahlíð.

Faðir Gosi frá Lambastöðum og móðir Upplyfting frá Hallkelsstaðahlíð.

Þar er alltof sjaldan sem við smellum myndum af því sem hér er í gangi.

Tókum smá syrpu um daginn en betur má ef duga skal.

Hér koma nokkrar myndir af hryssum sem eru í þjálfun núna.

 

 

Lyfting frá Hallkelsstaðahlíð í kvöldsólinni.

 

 

Lyfing á brokki.

 

 

Trilla frá Hallkelsstaðahlíð.

Faðir Gaumur frá Hallkelsstaðahlíð og móðir Skúta frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

 

 

Trilla Gaums.

 

 

Trilla......

 

 

Trilla sólarmegin.

 

 

 

Framtíðarsýn frá Hallkelsstaðahlíð.

Faðir Gosi frá Lambastöðum og móðir Sunna frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Framtíðarsýn.

 

 

Framtíðarsýn upp og niður brekkur.

 

 

Ósk frá Miðhrauni.

Faðir Eldjárn frá Tjaldhólum og móðir Von frá Miðhrauni 2.

 

 

Ósk í stuði.

 

 

 

Bára frá Lambastöðum.

Faðir Arður frá Brautarholti og móðir Tinna frá Lambastöðum.

 

 

Bára.

 

 

Bára.

 

 

Bára.

 

 

Bára

 

Og enn af Bárunni.

 

29.07.2015 11:59

Sumardagar

Þessi mynd er tekin af Steinholtinu.

Síðustu dagar hafa verið einstaklega fallegir hér í Hlíðinni og Hnappadalnum öllum. Allt hey er komið í plast og einungis eftir að slá það sem við köllum inní hlið. Gæðin eru mjög góð en magnið síðra. Þetta verður sennilega ágætis blanda við fyrningarnar frá því í fyrra sem eru heldur leiðinlega blautar. Nú er bara að vona við fáum rigningu í hófi til að vökva hánna.

 

Það er gott útsýni af Þverfellinu.

 

Þarna sést í bæði vötnin Hlíðarvatn og Oddastaðavatn.

 

 

Svolítið töff finnst mér.

 

Hlíðin og Álftatanginn laumar sér inná myndina.

 

 

Þessi er tekin af Hermannsholtinu.

 

 

Og önnur af Hermannsholtinu.

 

 

Sátan kúrir á sínum stað og tangarnir alltaf fallegir.

 

 

Margar flugur í einu höggi......................

Hnjúkarnir með Gullborg til hægri og Eldborgin gæist upp á milli þeirra.

 

 

Svo sumarlegt.

 

 

Aðdráttarlinsur geta verið skemmtilegar.

Hlíðarvatni, Neðstakast, Grafarkast, Brúnir, Miðsneið, Háholt og allt hitt.

 

 

Geirhnjúkurinn er ríkur af snjó ennþá þó svo það sé að koma ágúst.

 

 

Svarti skútinn og Þverfellið.

 

 

Það er líka mikill snjór á Hellisdalnum og ferkar stutt síðan skaflinn fór af Klifshálsinum.

 

 

Djúpidalurinn verður örugglega ekki snjólaus þetta árið.

Það verður gaman að bera þessar myndir saman við samskonar á næsta ári nú eða því þar næsta.

 

 

 

24.07.2015 23:32

Vippaði mér í Borgarfjörðinn

 

Ég notaði góða veðrið til að smella mér í Borgarfjörðinn með þrjár hryssur sem áttu þar plönuð stefnumót. Höfðinginn Þytur frá Skáney tók á móti þeim Kolskör og Þríhellu eins og sönnum ,,séntilhesti,, sæmir.

Hann bauð þær velkomnar á sinn hátt en ég held að hann hafi verið dauðfeginn að þær óskuðu ekki eftir þjónustu í þessum hita.

 

 

Þristur frá Feti var ekki mættur í sitt hólf svo að Sjaldséð og Burtséð nutu bara sólarinnar og létu sig dreyma.

Ég trúi nú ekki öðru en að það komi eitthvað efnilegt og gjaldgengt í Skjónufélaði út úr þessu ferðalagi.

Fyrst ég fékk skjótta hryssu undan Sjaldséð og Loka frá Selfossi þá ætti þetta ekki að klikka.

 

 

Nú er hún Carolina okkar farinn en hún var hér hjá okkur í rúman mánuð og stóð sig með mikilli prýði.

Skólinn hjá henni í Danmörku að bresta á og þá finnst manni svolítið að koma haust.

 

 

Mamma prjónaði peysu á dömuna svo að henni verði ekki kalt í Danmörku.

Hahaha............ er ekki annars 20 stiga hiti í Danmörku en 6 stig hér.

 

Heyskapurinn er í fullum gangi og liggur nú flatt á ca 20 hekturum.

Allt er komið í plast og heim af Melunum en bara í plast á Kolbeinsstaöðum, Rauðamel og Vörðufelli.

Nú er bara að vona að þurkurinn verði alla helgina og þetta náist allt saman, ilmandi hey með dásamlegri lykt.

 

 

Sumir eru bara sætari en aðrir..............

 

 

Svartur með hvítar loppur og ein mórauð dama.

 

 

Þessir ofurduglegu fjárhús og hesthúskettir eru að leita að góðu fólki sem getur nýtt starfskrafta þeirra.

Þeir eru líka kassavanir og yfirmáta snyrtilegir svo þeir koma líka sterkir inn sem hefðarkettir í heimahúsum.

Endilega hafið samband við umboðskonuna þeirra............